fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Rændi tvo veitingastaði – Ógnaði starfsfólki með eggvopni

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 28. júní 2020 07:19

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klukkan 00.35 í nótt var maður handtekinn í miðborginni grunaður um rán. Hann hafði farið inn á tvo vínveitingastaði og hótað starfsfólki með eggvopni og stolið áfengisflöskum. Maðurinn var færður í fangageymslu og verður yfirheyrður í dag.

Um klukkan 19 í gær var ráðist á mann í miðborginni. Hann var mjög bólginn í andliti og með brotna tönn að sögn lögreglunnar. Hann var mjög ölvaður og nánast ógerlegt að fá framburð frá honum varðandi málið. Hann var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Árásarmaðurinn var farinn af vettvangi. Málið er í rannsókn.

Á tólfta tímanum var kona slegin í andlitið við veitingahús í Hafnarfirði. Hún var flutt á slysadeild. Árásarmaðurinn var farinn af vettvangi þegar lögreglan kom á vettvang.

Á tólfta tímanum í gærkvöldi voru tveir menn handteknir í miðborginni grunaðir um eignaspjöll og fleira. Þeir voru vistaðir í fangageymslu.

Þrír ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum fíkniefna. Allir reyndust þeir vera sviptir ökuréttindum og var þetta ekki í fyrsta sinn sem þeir voru stöðvaðir við akstur þrátt fyrir það.

Einn ökumaður var sviptur ökuréttindum vegna of hraðs aksturs en bifreið hans mældist á 157 km/klst á Reykjanesbraut í Kópavogi í nótt. Leyfður hámarkshraði þar er 80 km/klst. Tveir aðrir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur á sama vegarkafla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Segja Rauðagerðismálið kalla á breytingar

Segja Rauðagerðismálið kalla á breytingar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Með stútfullan farangur af fíkniefnum og sterum – Geymdi amfetamínbasa í tveimur vínflöskum

Með stútfullan farangur af fíkniefnum og sterum – Geymdi amfetamínbasa í tveimur vínflöskum
Fréttir
Í gær

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“
Fréttir
Í gær

Hildur kallar eftir að borgaryfirvöld staðsetji sig í raunheimum – „Fullkomlega óraunhæft og stenst ekki kröfur venjulegs fólks“

Hildur kallar eftir að borgaryfirvöld staðsetji sig í raunheimum – „Fullkomlega óraunhæft og stenst ekki kröfur venjulegs fólks“
Fréttir
Í gær

Flow kemur með hugleiðslu inn í fangelsin

Flow kemur með hugleiðslu inn í fangelsin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist
Fréttir
Fyrir 2 dögum

UNiO er ný stafræn markaðsstofa

UNiO er ný stafræn markaðsstofa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Andri bendir á hatrið sem Charlie Kirk boðaði – „Hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni“

Andri bendir á hatrið sem Charlie Kirk boðaði – „Hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni“