fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Annalisa lést úr COVID-19 – „Ég vona innilega að fæstir þurfi að kveðja sína nánustu við þessar aðstæður“

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 10. apríl 2020 15:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er búið að vera erfitt fyrir okkur í fjölskyldunni að þurfa að kveðja mömmu í þessum sturluðu aðstæðum og geta ekki verið hjá henni síðasta spölinn nema stutta stund í einu en starfsfólkið á A6 hefur gert allt sem í þeirra valdi stendur og rúmlega það til að gera þetta bærilegra þrátt fyrir að klárlega hafi það aukið álagið á deildinni sem er gríðarlegt fyrir,“

Líkt og greint var frá áðan þá lést sjöundi einstaklingurinn úr COVID-19 sjúkdómnum í gær. Um var að ræða hinu 81 árs gömlu Önnulísu Jansen sem hafði barist fyrir lífi sínu á í þrjár vikur á Landsspítalanum. Fréttablaðið greinir frá þessu og birtir jafnframt viðtal við barn og barnabarn Önnulísu.

„Amma varð tæplega 81 árs. Hún var dagmamma í fjölda ára og endaði svo starfsævi sína á leikskóla, endalaust barngóð og ljúf og góð,“

„Ég var heppin og bjó í næsta húsi við þau afa frá níu ára aldri og naut þess að líta við eftir skóla langt fram á unglingsár, fá kaffitíma, hjálpa til með dagmömmubörnin, spjalla og jafnvel spila smá Nintendo með ömmu. Ég er endalaust þakklát fyrir tímann með henni og fyrir að börnin mín fengið tækifæri til að kynnast yndislegu langömmu sinni,“

Einnig greinir Fréttablaðið frá því að ættingjar Önnulísu hafi verið einstaklega þakklátir fyrir heilbrigðisstarfsfólkið, eða „englarnir“ á deild A6, þar sem hún lá.

„Þau sinntu henni af einstakri hlýju, horfðu með henni á snöpp sem við sendum til hennar og hjálpuðu henni að hringja eitt óvænt stórfjölskyldumyndsímtal áður en henni fór að versna“

Um tíma leit út fyrir að Önnulísu myndi batna, jafnvel var talað um að hún myndi útskrifast, en seinustu helgi fékk Annalisa hjartaáfall og versnaði hún við það. Við tók líknandi meðferð.

„Nú þegar ég sit hér heima með kveikt á kerti fyrir hana og borða kruður að dönskum sið eins og mamma gerði hvern einasta dag birtast alls konar minningabrot úr æsku sem ylja strax og munu gera áfram,“

„Mamma helgaði líf sitt börnum og vissi fátt betra en að hafa barnahóp í kringum sig. Pabbi var sjómaður og oft lengi í burtu þannig að hún sá að miklu leyti ein um uppeldið á okkur systkinunum og við vorum alltaf í fyrsta sæti hjá henni, þá og alla tíð.“

Þá lýsir barn Önnulisu þeim erfiðu aðstæðum sem blasa við aðstandendum þeirra sem látast úr COVID-19. Hún segist nú átta sig betur á þeim gríðarlega erfiðu aðstæðum sem heilbrigðisstarfsfólk er í. Þá lýsir hún samskiptum ættingjanna við Önnulísu í gegnum samfélagsmiðla, en hún sagði ómetanlegt að hafa fengið að kveðja hana.

„Ég vona heitt og innilega að sem fæstir aðstandendur þurfi að kveðja sína nánustu við þessar aðstæður. Við þurftum að sjálfsögðu að vera í fullum hlífðarbúningi eins og starfsfólkið og það var erfiðara og mun óþægilegra en ég hefði nokkurn tímann getað ímyndað mér og mjög streituvaldandi. Ég átta mig nú mun betur á aðstæðunum sem starfsfólkið vinnur við allan sólarhringinn og sendi því mínar hlýjustu kveðjur og þakklæti. Nútímatæknin gerði það að verkum að við náðum að halda fjarsambandi sem ég veit að gladdi mömmu mikið.“

„Á kvöldin var Snapchat skoðað með henni en við vorum dugleg í fjölskyldunni að senda henni kveðjur á þann hátt. Eitt kvöldið fengum við facebook myndspjall og gátum séð mömmu og spjallað við hana í góða stund. Í gærkvöldi fékk ég að kveðja mömmu í gegnum facebook myndspjall og var það mér ómetanlegt Við fjölskyldan erum starfsfólki A6 gríðarlega þakklát og vitum að elsku mamma var þar í góðum og hlýjum höndum,“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar