fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Jói er látinn: „Hann var hetjan mín“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 1. apríl 2020 13:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Traustaon, oftast kallaður  Jói, er látinn, 61 árs að aldri. Banamein hans var lifrarkrabbamein en hann lést kl. 7:30 á þriðjudagsmorguninn. Jói fæddist 17. desember árið 1958.

Jói var frá Ísafirði og starfaði meðal annars við fiskvinnslu. Hann bjó stóran hluta ævinnar í Reykjavík. Jói og eiginkona hans, Gugga, Guðbjörg Inga Guðjónsdóttir, háðu erfiða baráttu við Bakkus og höfðu betur. Bati þeirra þótti kraftaverki líkastur en Jói náði langri edrúmennsku, tæplega níu árum, áður en krabbameinið lagði hann að velli. Bjuggu Jói og Gugga sér fallegt heimili og lifðu saman í hjónabandi sem var laust við vímuefni.

Á þessum gæfusama lokakafla í lífi sínu starfaði Jói mikið fyrir Samhjálp og sinnti þar meðal annars húsvarðarstörfum og þrifum. Að sögn dóttur hans, Þórunnar Ísabellu, sem ræddi stuttlega við DV, var Jói yndislegur afi og gaf sig mjög að barnabörnum sínum. Þórunn, sem nú syrgir ástkæran föður sinn, segir að hann hafi verið dásamlegur maður:

„Hann var dýrlingur, ljósberi og ljós allra er á vegi hans urðu. Hann blessaði okkur öll með jákvæðu hugarfari. Hann var mýksti og ærðulausasti maður sem ég þekki. Hann var hetjan mín.“

Jói og Gugga í edrúmennskunni

Þórunn skrifar jafnframt um föður sinn á Facebook: „Elsku pabbi minn lést í morgun eftir hetjulega baráttu síðustu mánuði við krabbamein. Þú ert skærasta stjarnan á himnum pabbi, takk fyrir samfylgdina.“

Margir minnast nú Jóa á Samfélagsmiðlum og meðal annars segir Birgir:

„Kærleiksríkari og betri vin var erfitt að finna, alltaf til í að hjálpa öllum og það var alltaf stutt í djókið og brosið. Töluðumst við í síma fyrir bara nokkrum dögum, ekki hefði ég getað ímyndað mér þá að fá þessar fréttir nokkrum dögum síðar. Það var vont að heyra þetta en ég ætla trúa því að þú sért kominn heim, og að þú hafir fengið að deyja edrú er svo fallegt.“

DV sendir fjölskyldu og vinum Jóa innilegar samúðarkveðjur.

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dómari úrskurðaður vanhæfur og dómur í ofbeldismáli ómerktur

Dómari úrskurðaður vanhæfur og dómur í ofbeldismáli ómerktur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við