fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Fréttir

Þetta er ástæðan fyrir því að Kári kallar COVID „heiðursveiruna“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 28. mars 2020 10:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Stefánsson er ómyrkur í máli í viðtali við Fréttablaðið og segir að COVID-plágan muni fylgja heiminum næstu mánuði. Hann segir þó eitt vera jákvætt við COVID. „Númer eitt, börn og unglingar smitast síður en fullorðnir. Ef þau smitast þá veikjast þau jafnframt minna.“

Kári segir í samtali við Fréttablaðið að 700 börn hafa verið skimuð hjá Íslenskri erfðagreiningu og Landspítalanum. Sárafá hafi verið smituð. „Í okkar þýði fundum við ekkert barn undir 10 ára aldri og í þýði Landspítalans fundust þrjú. Þannig að það voru þrjú af 700 undir 10 ára sem sýktust og sumir þessara krakka eiga báða foreldra sýkta.

„Þannig að náttúran hefur einhvern veginn hannað þessa skepnu þannig að hún hlífi börnunum okkar, sem mér finnst mjög elegant og flott. Við erum greinilega að takast á við veiru sem er einhvers konar heiðursveira,“ segir Kári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Forseti Alþingis biðst afsökunar á ummælum sínum – „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“

Forseti Alþingis biðst afsökunar á ummælum sínum – „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Selfyssingur fann ástina í Kenía og gifti sig – Telur eiginkonuna vera vændiskonu

Selfyssingur fann ástina í Kenía og gifti sig – Telur eiginkonuna vera vændiskonu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eiríkur spyr hvers vegna Ársæll var bundinn trúnaði í janúar en ekki núna – „Getur opinber embættismaður bara ákveðið það sjálfur?“

Eiríkur spyr hvers vegna Ársæll var bundinn trúnaði í janúar en ekki núna – „Getur opinber embættismaður bara ákveðið það sjálfur?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íhuga hópmálsókn gegn ríkinu vegna Reykjavíkurflugvallar – Eyðileggi jarðarfarir og brúðkaup

Íhuga hópmálsókn gegn ríkinu vegna Reykjavíkurflugvallar – Eyðileggi jarðarfarir og brúðkaup