fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Þorkell birti ótrúlegan spádóm – Stuttu seinna endaði hann í hjólastól

Ritstjórn DV
Föstudaginn 27. mars 2020 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjallað var um líf Þorkels Sigurfinnssonar sem hefur verið áberandi í íslensku viðskiptalífi um langan tíma á vef Lifðu núna. Þorkell hefur verið til dæmis verið formaður Framtakasjóðs Íslands og verið í stjórn fyrirtækja líkt Össurar og Marel, auk þess var hann einn stofnenda Viðskiptablaðsins og starfaði um tíma hjá HR.

Í frétt Lifðu núna er minnst á grein Þorkels úr lesbók Morgunblaðsins árið 1987. Í greininni velti Þorkell framtíðinni fyrir sér, en margt sem fram kom í spá Þorkels virðist hafa ræst.

“Áður en þú byrjar að vinna, greiðir þú nokkra reikninga. Til þess notarðu tölvuskerm, sem tengdur er gegnum símalínu við bankann. Þú tekur út af reikningnum og greiðir bílatrygginguna, símareikninginn og matarreikninginn. Úr því að þú ert sest við skerminn, velurðu þér einnig myndir sem þú vilt sjá í sjónvarpinu í kvöld og tekur frá sæti nr. 57 og 58 í Þjóðleikhúsinu á laugardagskvöldið.“

Þá spurði Þorkell einnig út áhrif mengunar og mögulega heimskreppu. Þó sagði hann þurfa að gefa sér þá forsendu að engar róttækar breytingar myndu eiga sér stað í þeim málum.

“Kemur mengun lofts og sjávar til með að versna verulega, breyta lifnaðarháttum og jafnvel ógna lífi á jörðinni?“

“Verður veruleg kreppa erlendis og hrun í heimsverslun?“

Sumum þótti spá Þorkels fjarstæðukennd, en stuttu eftir að hún birtist lenti hann í áfalli. Þorkell fótbrotnaði við fall og lenti í hjólastól. Hann hafði verið með æxli í fæti þegar hann var sex ára, en það hafði verið fjarlægt með aðgerð. Þorkell hafði verið í fínu ástandi eftir aðgerðina, en við fótbrotið gat hann ekki gengið lengur.

Þorkell lét áfallið ekki halda sér aftur, en líkt og áður segir hefur hann verið mjög áberandi í Íslensku viðskiptalífi, en hann segist hafa verið mjög heppinn í lífinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Isak sló vafasamt met
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út
Fréttir
Í gær

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum