fbpx
Laugardagur 10.janúar 2026
Fréttir

Mun faraldrinum ljúka fyrr en við héldum?

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 27. mars 2020 14:24

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkur bjartsýnn tónn var í Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni á daglegum upplýsingafundi um COVID-19 í dag. „Þessum faraldri gæti verið lokið í maí,“ sagði Þórólfur en hann álítur að við séum tæplega hálfnuð í ferlinu. „Það eru fjórar vikur frá fyrsta tilfellinu og við erum tæplega hálfnuð í langhlaupinu. Faraldurinn er enn í vexti en þetta er ekki hraður vöxtur,,“ sagði Þórólfur.

Áttatíu og átta ný smit hafa greinst frá því í gær eða 20% af þeim sýnum sem veirufræðideildin tók en hlutfallið í sýnatöku Íslenskrar erfðagreiningar var aðeins 1%.

Rúmlega helmingur af þeim sem greindust í gær höfðu verið í sóttkví. Rúmlega tíu þúsund manns eru nú í sóttkví sem gera 3% af þjóðinni.

Þórólfur tilkynnti líka að „pinnamálinu“ væri lokið og enginn skortur væri lengur á sýnatökupinnum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kristín ómyrk í máli: „Reykjavíkurborg þarf að hysja upp um sig“

Kristín ómyrk í máli: „Reykjavíkurborg þarf að hysja upp um sig“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

„Árásin á hann í Áramótaskaupinu var til hreinnar skammar“

„Árásin á hann í Áramótaskaupinu var til hreinnar skammar“
Fréttir
Í gær

Dauðsföll í árásinni á Venesúela mun fleiri en Hvíta húsið hélt fram – Sjö Bandaríkjamenn særðir

Dauðsföll í árásinni á Venesúela mun fleiri en Hvíta húsið hélt fram – Sjö Bandaríkjamenn særðir
Fréttir
Í gær

Oddviti Miðflokksins harðorður gagnvart Dönum vegna Grænlands – Tekur undir með Donald Trump

Oddviti Miðflokksins harðorður gagnvart Dönum vegna Grænlands – Tekur undir með Donald Trump
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir langvarandi einangrun Anítu – „Getur valdið alvarlegum og jafnvel varanlegum skaða“

Gagnrýnir langvarandi einangrun Anítu – „Getur valdið alvarlegum og jafnvel varanlegum skaða“
Fréttir
Í gær

Aldraður leigubíltjóri fær ekki rekstrarleyfi vegna gamalla vændiskaupa

Aldraður leigubíltjóri fær ekki rekstrarleyfi vegna gamalla vændiskaupa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjaftaglaði starfsmaðurinn rekinn og kærður

Kjaftaglaði starfsmaðurinn rekinn og kærður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn fékk óvæntan tölvupóst í morgun – Sýnir að fólk er almennt góðhjartað

Björn fékk óvæntan tölvupóst í morgun – Sýnir að fólk er almennt góðhjartað