fbpx
Þriðjudagur 26.maí 2020
Fréttir

Íslensk áróðurssíða fær á baukinn fyrir innlegg um COVID-veiruna – „Setja allt á hausinn sem þeir koma nálægt“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 27. mars 2020 14:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Facebook-áróðurssíðan Kosningar hefur bæði verið virk og áberandi seinustu ár, en talsvert hefur verið fjallað um hana í fjölmiðlum. Ekki er vitað hver er á bakvið síðuna, en í henni hefur áróður gegn íslenskum vinstri mönnum, pírötum og öðrum hópum.

Á dögunum birtist færsla á síðunni þar sem því var haldið fram að sósíalismi væri veira og að COVID 19 sýndi fólki hvernig væri að lifa í sósíalísku samfélagi. Ásamt færslunni, sem er heldur stutt, má sjá mynd þar sem að andlit Gunnars Smára Egilsson, stofnanda sósíalistaflokksins og Sólveigar Önnu Jónsdóttir, formanns Eflingar á málverkinu American Gothic eftir Grant Wood.

Hátt í hundrað ummæla hafa verið birt undir færslunni. Flestir sem skilja eftir ummæli virðast ósammála skilaboðum Kosninga og benda á ástandið í Bandaríkjunum, en þegar að þessi frétt er skrifuð eru þau með fleiri staðfest smit en allar aðrar þjóðir.

„Það er fróðlegt að lesa ummæli þessara frjálshyggju fóla, þeir standa sig vel við að staðfesta rannsóknir mannfræðinga sem segja að einn þriðji mannkyns fæðist með skerta greindagvísitölu, sem orsakar að megnið af þeim lendir á hægri væng stjórnmála og koma fram sem trúflokkur sem þjást af siðblindu.“

„Það er ótrúlegt að lesa umsagnir þessara frjálshyggjufóla sem setja allt á hausinn sem þeir koma nálægt, til að komast til að lofa ríki og lífeyrissjóðum að taka skaðann og þurfa ekki að taka ábyrgð á neinu sjálfir.“

„Últra-kapítalisminn hefur gert fólki í Bandaríkjunum gott sem ómögulegt að sækja sér heilbrigðisþjónustu, til þess að gera nokkra ríka kalla ríkari. Er það ósk þessarar síðu í garð Íslendinga? Hvernig verjið þið slíka stefnu?“

„Það er frekar rich að kenna sósíalisma við „örvæntingu, ömurlegheit og eymd“ á sama tíma og 10 fátækustu lönd heims eru öll kapítalísk, og framvörður kapítalisma á heimsvísu – sjálf Bandaríkin – eru með lélegasta heilbrigðiskerfið og mesta fátækt af öllum þróuðum löndum í heiminum.“

Gunnar Smári var líkt og áður segir settur á mynd með færslu Kosninga. Árið 2018 var Gunnar Smári með kenningu varðandi það hver stæði á bakvið síðuna. Hann sagði Andrés Magnússon, pistlahöfund á Viðskiptablaðinu á bakvið apparatið.

„Hann hefur verið kallaður heim, meðal annars vegna þess að Eyþór Laxdal Arnalds nær ekki út fyrir þrengstu raðir sjálfstæðisfólks. Og ef ekki er hægt að tæla fólk til að kjósa xD má kannski fæla það frá að kjósa aðra flokka,“

Andrés gaf lítið fyrir fullyrðingar Gunnars Smára. Í samtali við DV á sínum tíma sagðist Andrés „ekki nenna að svara þessu rausi.“

Árið 2018 fjallaði Stundin um áróður Kosninga er varðaði Krakkafréttir á RÚV. Kosningar héldu því fram að Krakkafréttir væru hluti af áróðri gegn Donald Trump og Sigmundi Davíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Tjaldferðalag unglinga breyttist í martröð á Selfossi – „Þau voru grátandi inni í tjaldi, umkringd þessu ógeði“

Tjaldferðalag unglinga breyttist í martröð á Selfossi – „Þau voru grátandi inni í tjaldi, umkringd þessu ógeði“
Fréttir
Í gær

Gyða vissi ekki af réttarhöldunum – Hefur fengið hótanir

Gyða vissi ekki af réttarhöldunum – Hefur fengið hótanir
Fréttir
Í gær

Lögreglumenn urðu fyrir ofbeldi

Lögreglumenn urðu fyrir ofbeldi
Fréttir
Í gær

Í þrjár vikur fékk fólk færri hjartaáföll

Í þrjár vikur fékk fólk færri hjartaáföll
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Huginn vinnur mál – Var kallaður „mikill viðbjóður“ og „sækó“

Huginn vinnur mál – Var kallaður „mikill viðbjóður“ og „sækó“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Líklega dýrasta gisting á landinu

Líklega dýrasta gisting á landinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sjáðu listann í heild sinni – Þessi fyrirtæki nýta sér hlutabótaleiðina

Sjáðu listann í heild sinni – Þessi fyrirtæki nýta sér hlutabótaleiðina
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ólga í Vesturbæ útaf hundapissi – Blóðug forsaga – „Ég hef líklega kallað það yfir mig“

Ólga í Vesturbæ útaf hundapissi – Blóðug forsaga – „Ég hef líklega kallað það yfir mig“