fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Þórólfur og Alma vekja athygli hjá milljónum manna – Viðtal við risastóra fréttastofu í Bandaríkjunum

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 26. mars 2020 21:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttaþátturinn NBC News NOW fjallaði í gær um aðgerðir Íslands gegn COVID-19 veirunni en þátturinn heyrir undir fréttastofuna NBC News en milljónir manna horfa á fréttirnar frá þeim.

Í þættinum í gær var tekið viðtal við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni en svo virðist sem aðgerðir Íslands vekji athygli utan úr heimi. Fréttamaður þáttarins talar um að Ísland sé framarlega í heiminum í baráttunni og nefnir að Ísland sé búið að skima mest allra þjóða miðað við höfðatölu.

Þórólfur sagði í samtali við fréttamann NBC News NOW að árangurinn hér megi rekja til þess að hér séu gríðarlega margir skimaðir. „Við setjum þá sem greinast með veiruna í einangrun. Síðan erum við dugleg að rekja smitin og setjum alla í sóttkví sem hafa umgengist þá sem smitaðir eru,“ sagði Þórólfur. „Það er áhugavert að sjá að yfir helmingur þeirra sem eru með veiruna voru í sóttkví þegar þeir greindust. Það þýðir að aðgerðirnar okkar til að minnka umsvif veirunnar eru að virka.“

Talað var við Ölmu Möller, landlækni. „Það er engin leið sem er best í þessu en við erum að nota vísindi og bestu gögnin sem til eru á hverri stundu. Við erum að spá fyrir um hvað er líklegt en einnig skoðum við svartsýnustu spár,“ sagði Alma.

Þá var rætt við Gest Pálmason í þættinum en hann er meðal þeirra lögreglumanna sem hefur undanfarið unnið við það að rekja smitin hér á landi. „Herja einustu sekúndu er einhver að smitast og augljóslega viljum við að eins fáir smitist og hægt er. Það þýðir að við þurfum að ná í alla sem hafa umgengist smitaða einstaklinga og koma í veg fyrir að þeir smiti aðra,“ sagði Gestur.

Einnig mátti sjá Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, í þættinum en rætt var við hann um störf Íslenskrar erfðagreiningar í faraldrinum. Fréttamaður þáttarins sagði að vinnan sem fram fer þar gegni lykilhlutverki í baráttunni.

Hægt er að sjá brotið úr þættinum hér fyrir neðan:

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Í gær

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Í gær

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi
Fréttir
Í gær

Opnað fyrir tilnefningar vegna Viðurkenningarhátíðar FKA 2026

Opnað fyrir tilnefningar vegna Viðurkenningarhátíðar FKA 2026
Fréttir
Í gær

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið