fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Getur Össur bjargað þjóðinni úr krísunni? – 20.000 innlendir sýnatökupinnar til prófunar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 24. mars 2020 13:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og kom fram í kvöldfréttum RÚV í gærkvöld er verið að kanna hvort sýnatökupinnar sem stoðtækjafyrirtækið Össur hefur á lager geti nýst í sýnatöku vegna kórónuveirunnar en skortur á sýnatökupinnum er nú farinn að hamla mjög sýnatökum, þeim hefur fækkað á Veirufræðideild Landspítalans og þær hafa stöðvast í bili hjá Íslenskri erfðagreiningu.

DV hafði samband við Össur vegna málsins í dag. Kom þá í ljós að ranghermt var hjá RÚV að pinnarnir væru 100.000, þeir eru aðeins um 20.000, sem þó væri góð búbót. Ekki er komið í ljós hvort pinnarnir uppfylla kröfur sóttvarnalæknis.

Edda Heiðrún Geirsdóttir, markaðsstjóri hjá Össur, var til svara:

„Jú það er rétt, eins og kom fram í kvöldfréttum RÚV í gær er verið að kanna hvort pinnar sem við eigum til á lager gætu hentað til sýnatöku fyrir kórónuveiruna. Ólíkt því sem kemur fram í fréttinni er ekki um 100.000 pinna að ræða heldur u.þ.b. 20.000. Hins vegar er alls óvíst hvort þessir pinnar munu uppfylla kröfur sóttvarnalæknis. DeCode er núna að prófa virkni pinnanna og við væntum svars á næstu dögum. Á meðan stillum við væntingum í hóf en það yrði að sjálfsögðu mikið ánægjuefni ef við gætum aðstoðað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mamdani verður borgarstjóri New York – Hélt eldræðu eftir sigurinn og skaut á Trump

Mamdani verður borgarstjóri New York – Hélt eldræðu eftir sigurinn og skaut á Trump
Fréttir
Í gær

Lögreglan vildi fá að hlera hús í Reykjavík vegna gruns um skipulagða vændisstarfsemi

Lögreglan vildi fá að hlera hús í Reykjavík vegna gruns um skipulagða vændisstarfsemi
Fréttir
Í gær

Hannes ákærður fyrir kynferðisbrot í Múlaborg

Hannes ákærður fyrir kynferðisbrot í Múlaborg
Fréttir
Í gær

„Það er brýnt að við hættum að tala um kynlífsverkafólk og byrjum að tala við það“

„Það er brýnt að við hættum að tala um kynlífsverkafólk og byrjum að tala við það“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp