fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Frosti varpar fram sprengju – Fullyrðir að útlendingum hafi verið hleypt til Íslands til að koma af stað smiti – „Hugmyndin var að það væri þá viðráðanlegt“ 

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 18. mars 2020 13:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hefði nú haldið að vísindin og sérfræðingar ættu að fagna allri mögulegri gagnrýni,“ segir Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, í viðtali í Harmageddon í dag en hann hefur fengið mikla gagnrýni fyrir að tjá sig um störf Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis í COVID-19 faraldrinum.

„Ég er enginn veirufræðingur, ég játa það, en ég get samt lesið  mér til og skoðað hvernig öðrum ríkjum gengur að berjast og hvaða aðferðir þau nota,“ segir Frosti og útskýrir þær tvær leiðir sem þjóðir hafa verið að nota í aðgerðum gegn COVID-19 veirunni.

„Hún hefur aldrei verið framkvæmd með neinum árangri“

Frosti segir aðra leiðina vera þá sem Asíuríkin fóru. „Það er að stöðva veiruna og hleypa henni bara ekkert inn á völlinn, reka hana út af. Þettta gerðu þau á 7-8 vikum,“ segir hann og vill meina að sú leið myndi ganga vel upp hér á landi.

„Ég myndi segja að hérna á Íslandi séu komin 3-4 þúsund smit útt í samfélagið,“ segir Frosti og vísar í ummæli Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, um að 1% þjóðarinnar sé smitað.  „Það myndi þá þýða að hér myndu ekki margir af þeim veikjast illa. Ef það eru 5000 smitaðir þá eru 500 sem myndu veikjast illa og mjög fáir myndu deyja. Af því að heilbrigðiskerfið væri ekki yfirlestað og við myndum geta sinnt þeim mjög vel.“

Þá talar Frosti um hina leiðina og segir það vera leiðina sem Ísland og hin Evrópuríkin eru að fara. „Það er að leyfa veirunni að smita samfélagið í þeirri vön að með tímanum verði hjörðin ónæm vegna þess að svo margir hafi smitast og þess 95% sem verði ekki mjög veik verji hina gegn framgengi veirunnar,“ útskýrir Frosti.

„Þetta er yfirleitt gert með því að bólusetja fólk en bólusetning hefur takmarkaða áhættu og þú getur stýrt því hver fær bóluefnið. En það er mjög erfitt að stýra veirunni því hún gýs upp hér og þar. Þessi stjórn veirunnar hefur til dæmis ekki gengið upp á Ítalíu. Þetta er mjög erfitt og ég hef ekki séð góða útskýringu á því hvernig þessi leið á að ganga upp, hún hefur aldrei verið framkvæmd með neinum árangri.“

„Það er ægilega langur tími“

Frosti segir að hér á Íslandi þyrftu þá um 200 þúsund manns að veikjast til að hjarðónæmi sé náð. „Það þyrftu þá 10 þúsund af þeim að fara á spítala og kannski myndu 1-2 þúsund deyja í þessari aðferð,“ segir Frosti en hann segist hafa reiknað út hvað þetta tæki langan tíma.

„Ég fór að reikna það út hvað það tekur langan tíma að reikna út fyrir 200 þús manns að veikjast það hægt og rólega að heilbrigðiskerfið okkar ráði við það. Ég fæ ekki betur séð en að það megi ekki vera fleiri veikir á hverjum tíma en svona 2000 á hverri viku. Þá þarf 200 vikur til að klára 200.000. Þetta eru allavega 100 vikur og það er ægilega langur tími á meðan það tók 7-8 vikur í Asíuríkjum að koma böndum á veiruna, vita nákvæmlega hvar hún er og leyfa samfélögunum að fara aftur í gang.“

Segir að útlendingum hafa verið hleypt hingað til að koma af stað smiti

Síðar í þættinum kemur Frosti með kenningu sem hann virðist vera viss um að sé rétt. „Hérna var útlendingum frá hættusvæðum hleypt óskimuðum inn í landið til þess að koma smiti inn í samfélagið,“ segir hann en annar þáttastjórnandi Harmageddon grípur þá inn í. „Við getum ekki talað um að þeir hafi hleypt útlendingum inn í landið til þess að koma smiti inn í samfélagið.“

Frosti er ósammála því og bendir á útlendinginn sem lést á Húsavík en hann var smitaður af veirunni. „Við vitum öll að Íslendingar starfa í verslunum og veitingahúsum við að afgreiða útlendinga og skiptast á handaböndum og öllu við þetta fólk, fara út á skemmtanalífið og annað slíkt. Auðvitað smitast eitthvað en það smitast minna og hugmyndin var að það væri þá viðráðanlegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“