fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Hanna Katrín: „Úps, óheppileg niðurstaða“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 25. febrúar 2020 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Heilbrigðisráðherra hefur nú skellt í grein af minna tilefni,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. Grein Hönnu ber yfirskriftina: Úps, óheppileg niðurstaða.

Þar fjallar Hanna Katrín um niðurstöður þjónustukönnunar sem Sjúkratryggingar Íslands létu vinna undir lok síðasta árs um heilsugæsluna. Hanna Katrín veltir fyrir sér hvers vegna niðurstöður könnunarinnar hafi ekki verið kynntar um leið og þær lágu fyrir. Þegar niðurstöður könnunarinnar „láku í fjölmiðla“ hafi hið opinbera fjallað um þær.

Hanna Katrín segir:

„Það er merkilegt að niðurstöðurnar hafi ekki verið kynntar strax og þær lágu fyrir, enda sýna þær jákvæðar fréttir varðandi traust til heilsugæslunnar (74% aðspurðra) og ánægju með þjónustuna (79% aðspurðra). Heilbrigðisráðherra hefur nú skellt í grein af minna tilefni. En það var fleira bitastætt í könnuninni. Fréttir sem sannarlega eru ekki byr í segl þeirrar ríkisvæðingarstefnu sem núverandi ríkisstjórn rekur af fullum þunga.“

Þetta bitastæða sem Hanna Katrín nefnir er sú niðurstaða að sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðvar hafi komið betur út en þær ríkisreknu. Um könnunina hafi verið þagað þunnu hljóði þar til fjölmiðlar komust í málið. Hanna Katrín bendir á að um 55 þúsund einstaklingar á höfuðborgarsvæðinu hafi valið sér þjónustu þeirra fjögurra sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðva sem þar eru starfandi.

„Þessi hópur er greinilega ánægður með val sitt og það mætti því ætla að stöðvarnar nytu velvildar heilbrigðisyfirvalda. En það er ekki svo vel. Við búum því miður við stjórnvöld sem hafa unnið þannig að málefnum okkar opinberu heilbrigðisþjónustu að allt snýst um rekstrarform einstakra aðila. Þar sem sjálfstætt starfandi aðilar eru óæskilegur hluti kerfisins. Þar sem þjónustan sjálf, nýliðun og meðferð fjármuna er sett skör neðar en slagurinn við þann hluta heilbrigðisstétta sem vill nýta þekkingu sína og krafta í að skapa fjölbreytni og bjóða upp á nýsköpun.“

Hanna Katrín segir að sjálfætt starfandi heilsugæslustöðvar hafi borið skarðan hlut frá borði þegar kemur að fjármögnun. Það sé í orði en ekki á borði þegar fullyrt er að allar heilsugæslustöðvar séu fjármagnaðar eftir sama kerfi.

„Staðreyndin er að þær sjálfstætt starfandi bera skarðan hlut frá borði því heilbrigðisyfirvöld hafa sýnt töluverða útsjónarsemi í því að veita fjármagn fram hjá kerfinu inn í ríkisreknu stöðvarnar. Svo rammt kveður að þessu að Samkeppniseftirlitið beindi tilmælum til úrbóta til heilbrigðisráðherra haustið 2017 sem ekki hefur enn verið brugðist við þrátt fyrir pressu frá heilsugæslustöðvunum fjórum. Þeim er kannski nær að standa sig svona vel. Ríkisvæðingarstefna ríkisstjórnar VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar lætur ekki að sér hæða.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum