fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
Fréttir

Fyrrverandi þingmaður varar við sölu Íslandsbanka: Eru allir búnir að gleyma þessu?

Ritstjórn DV
Mánudaginn 24. febrúar 2020 09:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ósköp þótti mér dapurt, að heyra forsætisráðherra lýsa því yfir í sjónvarpi, að hún vildi selja Íslandsbanka. Þessi banki hefur lengi verpt gulleggjum fyrir ríkissjóð.“

Svona hefst færsla sem Árni Gunnarsson, þingmaður til margra ára, skrifaði á Facebook, á dögunum og hefur vakið talsverða athygli. Miðjan fjallaði fyrst um pistilinn.

Þar skrifar Árni um hugsanlega sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Nokkuð hefur verið rætt um þetta en Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði fyrir skemmstu að skynsamlegt væri að selja hluti og nota ágóðann í fjárfestingar í innviðum.

Árni Gunnarsson, sem átti sæti á Alþingi fyrir Alþýðuflokkinn á árunum 1978 til 1983 og aftur á árunum 1987 til 1991, lýst illa á þessa hugmynd.

„Eru allir búnir að gleyma hvernig fór fyrir Búnaðarbanka og Landsbanka forðum daga. Tveir menn keyptu Búnaðarbanka á röngum forsendum. Þeir þurftu ekki að leggja fram krónu úr eigin vösum og hirtu um 90 milljónir dollara fyrir vikið. Á svipaðan hátt náðu nokkrir einstaklingar í Landsbankanna,“ segir hann og bætir við að það gleymist að hlutur ríkisins í þessum bönkum er eignarhlutur þjóðarinnar.

„Kaupendur þessara banka komu úr Framsóknar- og Sjálfstæðisflokki. – Gamla helmingaskiptareglan í fullu gildi. – Og hverjir munu kaupa Íslandsbanka og hirða öll gullegginn. Það verða fjársterkir einstaklingar, sem líklega verða handvaldir. – Við gleymum því, að hlutur ríkisins í þessum tveimur bönkum, er eignahlutur þjóðarinnar. Forsætis- og fjármálaráðherra segjast ætla að nota andvirði bankanna til að efla og auka innviði lands og þjóðar. – Hagnaðurinn af sölu Símans átti að fara í Landspítalann. Það fór ekki króna þangað. Peningurinn hvarf eins og dögg fyrir sólu. – Sala á Íslandsbanka og Landsbanka leggst illa í mig. Báðir hafa þessir bankar skilað stórum fjárhæðum í sameiginlegan sjóð þjóðarinnar. Fjáraflamenn sjá ofsjónum yfir því, að gulleggin bæti hag almennings. Þeir vilja eignast varphænurnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Spyr af hverju níðingar fá pláss og vald – „Er einelti í lagi ef eineltið er gagnvart minnihlutahóp eins og trans fólki?“

Spyr af hverju níðingar fá pláss og vald – „Er einelti í lagi ef eineltið er gagnvart minnihlutahóp eins og trans fólki?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Synjað um bætur eftir örlagaríka ferð til tannlæknis

Synjað um bætur eftir örlagaríka ferð til tannlæknis
Fréttir
Í gær

„Það er verið að taka flugrekstur og ferðaþjónustu á Íslandi og bara Íslendinga í gíslingu“

„Það er verið að taka flugrekstur og ferðaþjónustu á Íslandi og bara Íslendinga í gíslingu“
Fréttir
Í gær

Vill geta sleppt því að arfleiða soninn – „Þau sem þarfnast þess mest“

Vill geta sleppt því að arfleiða soninn – „Þau sem þarfnast þess mest“