fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Fréttir

Hrottaleg hópárás unglinga í Kópavogi – Óhugnanlegt myndband – „Þetta virðist vera í tísku núna“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 20. febrúar 2020 19:31

Skjáskot úr kvöldfréttum RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur unglinga réðst á fjórtán ára dreng með höggum og spörkum í Hamraborginni í síðustu viku. Árásin var tekin upp á myndband en það hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. RÚV greindi frá þessu í kvöldfréttum sínum.

Hluti myndbandsins, sem er afar óhugnanlegt, fylgdi með frétt RÚV en þar má sjá unglingana ráðast á drenginn. Faðir drengsins segir að sonur sinn sé ennþá að jafna sig eftir árásina en hann glímir við hausverk og uppköst vegna hennar. Faðirinn telur að það sé mögulegt að ástæða árásinnar sé útlendingaandúð en hann er af erlendum uppruna. Faðirinn segir árásarmennina vera á aldrinum 15 til 17 ára.

Fréttastofa RÚV ræddi við Sigurð Hólm Gunnarsson, forstöðumann á skammtímaheimili fyrir unglinga, en hann segir að ef fólk verður vitni að ofbeldi á almannafæri þá sé það afar mikilvægt að bregðast strax við. „Við sem almennir borgarar þurfum að vera dugleg við að grípa inn í ef við sjáum svona hluti og stoppa þá, ef við treystum okkur til. Hringja alla vega strax í lögregluna og helst stoppa atvikið ef við getum, því að nokkrum mínútum síðar getur það verið of seint,“

Sigurður varð sjálfur vitni að hópárás ungra pilta á sama dreng í fyrra. Þá voru sumir árásarmannana vopnaðir hnúajárnum en árásin átti  sér stað við verslunarkjarna í Grafarvoginum um miðjan dag. Hann segir að það þurfi að skapa einhverja umræðu um þetta í samfélaginu. Foreldrar þurfa að fylgjast með börnunum sínum og ræða um ofbeldið við þau,“ segir hann en mörg börn gera sér ekki grein fyrir alvarleika ofbeldisins.

„Þetta virðist vera í tísku núna,“ segir Sigurður og á þá við að ungt fólk sé að ráðast á aðra og taka það upp á símann sinn. Myndböndunum er síðan deilt á samfélagsmiðlum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Viðar segir Nadine þurfa að beina reiðinni að eiginmanninum

Jón Viðar segir Nadine þurfa að beina reiðinni að eiginmanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nadine sár út í sinn gamla vinnustað – Vísir neitar að taka niður myndina af syni hennar

Nadine sár út í sinn gamla vinnustað – Vísir neitar að taka niður myndina af syni hennar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim