fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Fréttir

Efling valsaði inn á Jafnréttisþing – „Nú verður ekki litið framhjá fólkinu”

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 20. febrúar 2020 10:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jafnréttisþing fer nú fram í Hörpunni undir yfirskriftinni Jafnrétti í breyttum heimi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra opnar þingið en í grófum dráttum má lýsa þinginu sem röð fyrirlestra.

Meðlimir Eflingar gerðu sér lítið fyrir og völsuðu inn á þingið með kröfuspjöld. Samninganefnd Reykjavíkurborgar hafnaði þriðja tilboði Eflingar í gær. Ótímabundið verkfall Eflingar heldur því áfram. Á Facebook segir verkalýðsfélagið:

„Kröfur Eflingar eru komnar á Jafnréttisþing. Forsætisráðherra flytur ávarp, en nú verður ekki litið framhjá fólkinu sem venjulega vinnur grundvallarstörf í kyrrþey. Við krefjumst réttlátra launa fyrir kvennastéttir! Stjórnmálamenn, standið við loforðin!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir andsvör Valtýs um rannsókn Geirfinnsmálsins ekki standast – Hafi nefnt konuna, sem hann segist ekki þekkja til, í skýrslum

Segir andsvör Valtýs um rannsókn Geirfinnsmálsins ekki standast – Hafi nefnt konuna, sem hann segist ekki þekkja til, í skýrslum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Krafðist afhendingar gagna frá tíð Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra – Báru við þjóðaröryggi

Krafðist afhendingar gagna frá tíð Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra – Báru við þjóðaröryggi