fbpx
Föstudagur 10.apríl 2020
Fréttir

Breskir ferðamenn fóru til Íslands: Þetta segja þeir um verðlagið hér á landi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. febrúar 2020 09:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verðlag á Íslandi hefur verið talsvert í umræðunni að undanförnu og sitt sýnist hverjum í þeim efnum. Samkvæmt niðurstöðum úttektar CEOWORLD tímaritsins sem birtust í gær er Ísland þriðja dýrasta land í heimi. En hvað segja erlendir ferðamenn um verðlag á Íslandi?

Breska parið Rebecca og Euan halda úti síðu á YouTube þar sem þau fjalla um allt sem viðkemur ferðalögum. Rebecca og Euan heimsóttu Ísland í fjóra daga í október síðastliðnum en í gær birtu þau athyglisvert myndband á YouTube þar sem Rebecca varpar ljósi á kostnaðinn við ferðalagið hingað til lands.

78 þúsund krónur

Það er skemmst frá því að segja að Rebeccu finnst Ísland ekki svo brjálæðislega dýrt eins og sumir hafa látið í veðri vaka. Þau eyddu samtals rétt rúmum 470 pundum á ferðalagi sínu hingað til lands, en það er upphæð sem jafngildir tæpum 78 þúsund krónum á núverandi gengi.

Rebecca tekur fram að inni í þessum kostnaði er ekki kostnaður við til dæmis flug, hótel eða bílaleigubíl. Þá er kostnaður við afþreyingu, til dæmis ferð í Bláa lónið, köfun í Silfru og ferð í íshelli, ekki inni í heildarkostnaðinum. Ákvað hún að taka þennan kostnað ekki inn í lokatöluna því þarfir ferðamanna séu misjafnar og þá getur verð á flugi sveiflast mjög svo dæmi séu tekin.

Kostnaðurinn tekur því í raun aðeins til matar, drykkja, eldsneytis, minjagripa og bílastæða, svo dæmi séu tekin. Rebecca nefnir að þau Euan hafi komið við í Costco eftir komuna til Íslands þar sem þau borðuðu hádegismat. Hann kostaði um 1.700 krónur fyrir þau tvö. Þau fóru svo upp í Hallgrímskirkjuturn og út að borða í Reykjavík þar sem þau fengu kvöldverð á fínum stað. Maturinn á umræddum stað kostaði tæpar 12 þúsund krónur.

Stór hluti útgjalda fór í mat

Rebecca segir að veitingastaðir á Íslandi séu frekar dýrir og stærstur hluti útgjaldanna fari í mat. Þau höfðu þetta hugfast og á milli þess sem þau borðuðu fínt reyndu þau að borða ódýrt og kaupa frekar mat og snarl í matvöruverslunum. Fyrsta daginn eyddu þau 17 þúsund krónum.

Svipað var uppi á teningnum næstu daga en Rebecca nefnir að á öðrum degi hafi þau keypt minjagripi; jólaóróa sem kostaði rúmar þrjú þúsund krónur og bolla sem kostaði rúmar þúsund krónur. Þau fóru svo á Þingvelli þar sem þau köfuðu í Silfru og um kvöldið borðuðu þau fyrir tæpar 5.000 krónur. Samanlagður kostnaður annan daginn var rúmar 16 þúsund krónur. Hafa ber í huga að kostnaður við köfunina er ekki inni í verðinu.

Svipað var uppi á teningnum næstu dagana en sem fyrr segir eyddu þau samtals 78 þúsund krónum.

„Þegar við lögðum af stað vissum við að þetta yrði dýr ferð. Ráðstöfunarféð okkar var 500 til 600 pund (80-100 þúsund krónur) þannig að við vorum vel innan þess ramma. Ég held að 60 pund á dag að meðaltali sé ekki svo mikið fyrir ferð á stað sem þú veist að er frekar dýr,“ segir Rebecca og bætir við að þau hafi reynt að fá eins mikið út úr ferðinni og þau gátu.

„Í heildina finnst mér Ísland dýrt en alls ekki of dýrt,“ segir hún.

Myndbandið má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Eiginkona „steypubílstjórans“ á leið í meðferð – „Við þurfum bæði að byggja okkur upp“

Eiginkona „steypubílstjórans“ á leið í meðferð – „Við þurfum bæði að byggja okkur upp“
Fréttir
Í gær

Faraldurinn er á niðurleið – „Getum glaðst yfir þeirri stöðu sem við erum í“

Faraldurinn er á niðurleið – „Getum glaðst yfir þeirri stöðu sem við erum í“
Fréttir
Í gær

Grunaður innbrotsþjófur handtekinn – Farþegi í strætisvagni slasaðist

Grunaður innbrotsþjófur handtekinn – Farþegi í strætisvagni slasaðist
Fréttir
Í gær

Sparkaði í bifreiðar í miðborginni – Átti að vera í sóttkví og því kærður fyrir brot á sóttvarnarlögum

Sparkaði í bifreiðar í miðborginni – Átti að vera í sóttkví og því kærður fyrir brot á sóttvarnarlögum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íhuga að loka álverinu í Straumsvík í tvö ár – Telja Landsvirkjun hafa stundað vörusvik

Íhuga að loka álverinu í Straumsvík í tvö ár – Telja Landsvirkjun hafa stundað vörusvik
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um manndráp

Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um manndráp
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Faraldursfræðingur segir Íslendinga enn vera á rangri leið og spálíkönin röng

Faraldursfræðingur segir Íslendinga enn vera á rangri leið og spálíkönin röng
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óvíst með möguleika á heimkomu eftir páska

Óvíst með möguleika á heimkomu eftir páska