fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fréttir

Sendi móður 16 ára stúlku nektarmyndir og hótaði stúlkunni

Ritstjórn DV
Mánudaginn 17. febrúar 2020 10:03

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt ungan mann í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir hótanir, brot gegn barnaverndarlögum og blygðunarsemisbrot.

Maðurinn var ákærður fyrir að senda 16 ára stúlku hótanir og senda móður hennar fimm nektarmyndir sem sýndu stúlkuna á kynferðislegan hátt. Maðurinn var 16 og 17 ára þegar brotin voru framin.

Ungi maðurinn var ákærður fyrir að hafa að kvöldi miðvikudagsins 2. maí sent stúlkunni meðal annars eftirfarandi skilaboð og móður hennar fyrrnefndar nektarmyndir:

“GET THE FUCK OUT OF YOUR HOUSE BEFORE I COME AND MURDER YOU”

Þá var hann ákærður fyrir að hafa laugardaginn 20. október sent stúlkunni eftirfarandi skilaboð: „you’re dead when im out of here.”

Maðurinn játaði sök fyrir dómi og var hann sakfelldur samkvæmt ákæru. Í dómnum kemur fram að maðurinn glími við geðrænan vanda sem „er þó ekki af þeim toga að leiði að öllu jöfnu til ósakhæfis eða að refsing beri ekki árangur,“ eins og segir í dómnum.

Í dómnum kemur fram að til refsiþyngingar horfi að brot mannsins beindust gegn einstaklingi sem var ungur að árum og þá þótti brotið með meira móti gróft. Til málsbóta var litið til játningar og ungs aldurs hans.

Þá var vitnað til matsgerðar dómskvadds matsmanns þar sem fram kom að full refsing væri ónauðsynleg eða skaðleg. Pilturinn hafi verið vanræktur og líklega aldrei fengið eðlilegt uppeldi fyrr en hann var settur í umsjón meðferðarheimilis. Hann sé nú í sérstöku úrræði á vegum yfirvalda sem virðist hjálpa honum, að mati matsmanns. Mælti matsmeður með því að hann yrði dæmdur til öryggisvistunar í núverandi úrræði.

Af þessum ástæðum þótti rétt að skilorðsbinda refsinguna að öllu leyti. Frestun á fullnustu refsingarinnar var jafnframt bundin því skilyrði að maðurinn sæti umsjón í umræddu úrræði á skilorðstímanum.

Í dómnum kemur fram að stúlkunni hafi verið dæmdar 400 þúsund krónur í miskabætur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Anna Linda minnist örlagastundar – Fimm ár liðin frá slysinu á Arnarnesbrú

Anna Linda minnist örlagastundar – Fimm ár liðin frá slysinu á Arnarnesbrú
Fréttir
Í gær

Þrálátur kvilli sagður tengjast vinsælum megrunarlyfjum

Þrálátur kvilli sagður tengjast vinsælum megrunarlyfjum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stóð í skilum með leigu og afhenti herbergið hreint – leigusalinn neitaði samt að endurgreiða tryggingarféð

Stóð í skilum með leigu og afhenti herbergið hreint – leigusalinn neitaði samt að endurgreiða tryggingarféð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögfræðingurinn í einangrun og hefur verið yfirheyrður stíft

Lögfræðingurinn í einangrun og hefur verið yfirheyrður stíft
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri og Miðflokksmenn taka Þóru Kristínu á beinið: „Kjósendur okkar munu svara þessu tapliði í kjörklefanum“

Snorri og Miðflokksmenn taka Þóru Kristínu á beinið: „Kjósendur okkar munu svara þessu tapliði í kjörklefanum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt fór í háa loft milli leigjanda og leigusala – Ásakanir um hótanir, reykingar og rauða málningu

Allt fór í háa loft milli leigjanda og leigusala – Ásakanir um hótanir, reykingar og rauða málningu