fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

Hafnarfjörður með hæstu frístundastyrkina – Sjáðu listann

Ritstjórn DV
Mánudaginn 17. febrúar 2020 12:43

Frá Hafnarfirði. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hafnarfjörður er með hæstu frístundastyrkina árið 2020, eða 54.000 krónur á ári, samkvæmt tölum sem ASÍ hefur tekið saman. Ísafjarðarbær og Fjarðarbyggð bjóða aftur á móti ekki upp á neina frístundastyrki samkvæmt úttekt verðlagseftirlits ASÍ á frístundastyrkjum hjá 16 sveitarfélögum landsins.

Í tilkynningu frá ASÍ segir að af þeim sveitarfélögum sem bjóða upp á slíka styrki eru þeir lægstir í Borgarbyggð, eða 25.000 krónur á ári. Vestmannaeyjar býður upp á frístundastyrki fyrir lengsta aldursbilið 2-18 ára, en Akureyri í stystan tíma, 6-17 ára gömul börn.

Forvarnargildi tómstundastarfs

Bent er á það mörg sveitarfélög styrki tómstundastarf barna með frístundastyrkjum sem eru yfirleitt í formi ákveðinni peningaupphæðar á ári. Hún fylgir hverju barni og er ætluð til niðurgreiðslu á tómstundastarfi.

Í tilkynningunni segir að rannsóknir sýni að þátttaka í tómstundastarfi hafi áhrif á vellíðan barna og unglinga auk þess sem sýnt hefur verið fram á forvarnargildi tómstundastarfs. Það sé því hagur samfélagsins að börn hafi aðgang að slíku starfi.

„Tómstundir, hvort sem um er að ræða íþróttir, tónlistarnám eða annað, gegna því bæði því hlutverki að vera afþreying fyrir börn og unglinga auk þess að hafa menntunar- og forvarnargildi. Tómstundir geta verið dýrar og fjölskyldur eru í misjafnri stöðu til að greiða fyrir þær. Styrkirnir stuðla að því að börn geti tekið þátt í tómstundastarfi óháð efnahag og félagslegum aðstæðum og jafna þeir tækifæri barna til tómstundaiðkunar.“

Styrkurinn hæstur í Hafnarfirði

Af þeim 16 stærstu sveitarfélögum landsins sem úttektin nær til er Hafnarfjörður með hæstu styrkina eins og að framan greinir, eða 54.000 krónur á barn. Styrknum er skipt niður á mánuði þannig að mögulegt er að greiða tómstundir niður um 4.500 krónur á mánuði. Styrkurinn gildir fyrir börn á aldrinum 6-18 ára.

„Næst hæstu styrkirnir eru 50.000 kr. á hvert barn og eru sveitarfélögin Mosfellsbær, Seltjarnarnes, Kópavogur, Garðabær og Reykjavík öll með styrki upp á þá upphæð. Mosfellsbær gerir þó örlítið betur en hin sveitarfélögin en þar hækkar styrkurinn upp í 60.000 kr. fyrir þriðja og fjórða barn. Aldursbilið sem styrkurinn gildir fyrir er lengra á Seltjarnarnesi, Kópavogi og Garðabæ, 5-18 ára en ári styttra í Reykjavík og Mosfellsbæ, 6-18 ára.“

Þá er bent á að á Ísafirði og í Fjarðarbyggð sé ekki boðið upp á neina frístundastyrki en lægsta upphæð frístundastyrks er í Borgarbyggð, 20.000 kr. fyrir hvert barn á aldrinum 6-18 ára. Á Sauðárkróki eru næst lægstu styrkirnir, 25.000 kr. en þeir gilda fyrir börn á aldrinum 5-18 ára og í Fljótsdalshéraði nema styrkirnir 30.000 kr. og gilda fyrir 4-18 ára.

„Úttekt þessi nær eingöngu til frístundastyrkja sem foreldrar geta ráðstafað til að niðurgreiða tómstundir barna. Ekki er tekið tillit til annars konar stuðnings við tómstundastarf barna í formi lægra verðs á námskeiðum, ókeypis aksturs eða akstursstyrkja til foreldra sem keyra börn sín langan veg í tómstundir. Samanburðurinn nær til 16 stærstu sveitarfélaga landsins.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Í gær

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum
Fréttir
Í gær

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“
Fréttir
Í gær

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Í gær

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi