fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Beint flug frá Hollandi til Norðurlands

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 15. febrúar 2020 14:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Flugvél hollenska flugfélagsins Transavia lenti á Akureyrarflugvelli í morgun með fyrstu farþegana sem koma til Norðurlands í vetur á vegum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel. Þetta er í fyrsta sinn sem Voigt Travel býður upp á beint flug frá Hollandi til Norðurlands að vetrarlagi, en ferðaskrifstofan bauð upp á sumarferðir árið 2019 sem vöktu mikla lukku.“

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Markaðsstofu Norðurlands. Segir þar enn fremur að flogið sé frá Amsterdam til Akureyrar en í sumarferðunum 2019 hafi verið flogið frá Rotterdam. Alls verða farnar átta ferðir til Norðurlands frá Amsterdam, tvisvar í viku, fram til 9. mars.

Þá segir ennfremur í tilkynningunni:

„Nýverið var ILS aðflugsbúnaður tekinn í notkun á Akureyrarflugvelli og er Transavia fyrsta flugfélagið sem nýtir þennan búnað til aðflugs í reglubundnu millilandaflugi. Ljóst er að slíkur búnaður skiptir miklu máli fyrir flugfélagið, eins og öll önnur flugfélög og auðveldar aðflugið til muna frá því sem áður var.

Ferðaskrifstofa Akureyrar hefur einnig boðið upp á ferðir til Amsterdam í samstarfi við Voigt Travel og má með sanni segja að Norðlendingar hafi gripið tækifærið til að skreppa til hollensku höfuðborgarinnar, jafnvel svo mikið að uppselt er í nokkrar flugferðir eða fá sæti laus.

Eins og áður segir mun Voigt Travel áfram skipuleggja sumarferðir til Norðurlands frá Rotterdam, einu sinni í viku frá byrjun júní til loka ágúst, og að auki geta Íslendingar áfram keypt sér ferðir til Hollands í sumar eins og verið hefur.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar