fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fréttir

Eiríkur: „Engin kurteisi að gera óumbeðnar athugasemdir við málfar annarra“

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 14. febrúar 2020 15:00

Eiríkur Rögnvaldsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Til að efla íslensku og tryggja framtíð hennar er mikilvægt að hneykslast ekki á málnotkun annarra eða vera sífellt að leiðrétta fólk og gera athugasemdir við málfar þess.“

Þetta segir Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði á í pistli á vef Háskóla Íslands, en hann telur að málfarsleiðréttingar byggist á fordómum, útúrsnúningum eða þekkingarskorti.

„Hnökrar á málfari náungans hafa lengi verið vinsælt umræðuefni Íslendinga. Leiðréttingar á algengum „málvillum“ hafa verið eitt helsta viðfangsefni málfarspistla í blöðum, haldið hefur verið úti bloggsíðum með það að megintilgangi að gagnrýna og leiðrétta málfar fólks, og á Facebook er hópur með tæplega átta þúsund þátttakendum þar sem flest innlegg snúast um hneykslun og leiðréttingu á málfari. Reyndar byggjast þær athugasemdir sem þar eru gerðar iðulega á fordómum, útúrsnúningum eða þekkingarskorti á málfræði og þekktum tilbrigðum í málinu.

Það er engin kurteisi að gera óumbeðnar athugasemdir við málfar annarra – slíkar athugasemdir eru iðulega til bölvunar og geta leitt til málótta þar sem málnotendur veigra sér við „að tjá sig í riti, þó ekki sé nema í sendibréfi, eða að taka til máls á opinberum vettvangi, því að þeir óttast að brjóta þá bannhelgi orða og orðmynda, sem þeim hefur verið innrætt. Eftir því sem amazt er við fleiru, eftir því verður nemendum torveldara að muna hvað talið er óæskilegt, og þetta eykur á óöryggi málnotandans gagnvart því máli sem er þó hans eigið móðurmál og getur gert það fátæklegra eða annarlegra en vera þyrfti“.“

Pistil Eiríks má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Neitað um bætur eftir að farþega blæddi stanslaust

Neitað um bætur eftir að farþega blæddi stanslaust
Fréttir
Í gær

Bóndi fékk háa sekt – Vildi ekki segja hvenær hann aflífaði kind sem enn er skráð lifandi

Bóndi fékk háa sekt – Vildi ekki segja hvenær hann aflífaði kind sem enn er skráð lifandi
Fréttir
Í gær

Segir óvini Þórdísar Kolbrúnar haldna þrælslund

Segir óvini Þórdísar Kolbrúnar haldna þrælslund
Fréttir
Í gær

Vill skoðun á hlutleysi RÚV – „Það myndast svona skoðanaleg einsleitni“

Vill skoðun á hlutleysi RÚV – „Það myndast svona skoðanaleg einsleitni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrettán ára stúlka grunuð um morð í Bretlandi

Þrettán ára stúlka grunuð um morð í Bretlandi