fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fréttir

Simmi fær illa á baukinn – Segir hærri laun engu skila en er sjálfur með rúmlega milljón í laun

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 12. febrúar 2020 10:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson, eða Simmi vil eins og hann er oftast kallaður, vakti upp mikla reiði hjá fólki á Twitter í gær eftir að hann sagði skoðun sína á verkföllum. Verkfall er jafn úrelt fyrirkomulag eins og opinberar grýtingar sem refsing við lögbroti,“ sagði Simmii. „Hærri laun skila ekki meira í vasa launþega, eingöngu hærri skatttekjum til ríkisins og hærra vöruverði. Millistéttin og lítil og meðalstór fyrirtæki eru látin borga brúsann. Skamm Efling!“

Simmi hlaut ekki mikið lof á samfélagsmiðlinum í kjölfar færslunnar en gríðarlega margir hrauna yfir hann og gera grín að færslunni. Björn nokkur gerir til dæmis grín að Simma og líkir honum við trúð vegna færslunnar.

Róbert nokkur er ansi reiður gagnvart Simma. „Í guðanna bænum grjót haltu kjafti þarna helvítis Sjálfstæðis druslan þín. Þú ert á mörkunum að verða dreginn upp í Heiðmörk.“ Hrafn nokkur er einnig mjög reiður út í Simma. „Fokkaðu þér. Drasl veitingastaða okraradruslusjálfstæðisleigupennahóra. Og taktu Loga Bergmann með þér og Foodco ruslfæðið. Pakk eins og þú ert það sem gerir samfélagið heimskara og eigingjarnara. Já var ég búinn að segja fokkaðu þér?“

„Ooog þá vitum við fyrir hvern á ekki að vinna,“ segir Binni nokkur og Simmi spyr hver það sé. „Æi þarna skyndibita fasistinn sem drullar yfir láglaunafólk,“ segir Binni þá.

Valgerður Arnardóttir, starfskona Eflingar, kemur þá með hnyttna athugasemd. „Breaking news! Maður sem rekur fyrirtæki á láglaunastefnu er á móti verkföllum og stéttarfélagi starfsfólks síns!“ Simmi segir þá að hún þurfi að kynna sér málið áður en hún alhæfir um sig eða skoðun sína. „Færslan frá mér er einmitt stuðningur við þær stéttir í landinu sem verst hafa það,“ segir hann síðan.

Kvikmyndagerðarmaðurinn og pistlahöfundurinn Hrafn Jónsson bendir þá á upplýsingar úr Tekjublaði DV frá 2019 þar sem kemur fram að Simmi hafi verið með 1,4 milljónir á mánuði á árinu 2018.

Eftir útreiðina birtir Simmi nýtt tíst. „Fyrir alla þá sem skyldu ekki færsluna á Twitter þá ætla ég að bæta við hana. Kjör þeirra sem minnst hafa á milli handanna þarf að bæta. Verkföll eru úrellt leið. Launatalan skiptir ekki máli, heldur kaupmáttur. Kjör fólks eru ekki bara launin. Það er þörf nýsköpun í kjaramálum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mikill áhugi meðal eldri borgara á gervigreind – Stefán Atli hefur þróað námsefni sérstaklega fyrir félaga FEB

Mikill áhugi meðal eldri borgara á gervigreind – Stefán Atli hefur þróað námsefni sérstaklega fyrir félaga FEB
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

BYKO lagði athafnamann með stormasama viðskiptasögu

BYKO lagði athafnamann með stormasama viðskiptasögu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Atli Steinn svarar fyrir sig fullum hálsi – „Þá skaltu horfa í augun á mér, bölvað óbermið þitt“

Atli Steinn svarar fyrir sig fullum hálsi – „Þá skaltu horfa í augun á mér, bölvað óbermið þitt“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Starfslokasamningar upp á 50 milljónir vegna tveggja stjórnenda

Starfslokasamningar upp á 50 milljónir vegna tveggja stjórnenda
Fréttir
Í gær

Höfðu betur gegn landeigandanum – Fá að búa áfram í orlofshúsinu og hafa það á lóðinni

Höfðu betur gegn landeigandanum – Fá að búa áfram í orlofshúsinu og hafa það á lóðinni
Fréttir
Í gær

Bónus og viðskiptavinir styrkja Krabbameinsfélagið um 5 milljónir króna

Bónus og viðskiptavinir styrkja Krabbameinsfélagið um 5 milljónir króna
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur eftir frétt RÚV í gærkvöldi – „Tími til kominn að segja stopp. Heimilin á Íslandi hafa fengið nóg“

Vilhjálmur eftir frétt RÚV í gærkvöldi – „Tími til kominn að segja stopp. Heimilin á Íslandi hafa fengið nóg“
Fréttir
Í gær

Guðni svarar Halldóri: „Hneisa að nefna fyrirtæki starfandi á Íslandi enskum nöfnum“

Guðni svarar Halldóri: „Hneisa að nefna fyrirtæki starfandi á Íslandi enskum nöfnum“