fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Fasteignafélagið H-26 sendi fótbrotinn verkamann heim til Bosníu – Neita að greiða honum vangoldin laun

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. febrúar 2020 07:45

Frá Akureyri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fasteignafélagið H-26 á Akureyri, sem er í eigu Kára Arnórs Kárasonar, segist ekki hafa verið með Radenko Stanisic, sem er frá Bosníu, í vinnu við verk á vegum félagsins á Akureyri í fyrra. Stanisic slasaðist alvarlega þegar hann féll niður úr stiga en hann lærbrotnaði og ökklabrotnaði og hlaut önnur meiðsl. Hann hvar hvorki með atvinnu- né dvalarleyfi.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að Stanisic hafi verið sagt að sótt yrði um atvinnuleyfi fyrir hann en hann gæti samt sem áður byrjað að vinna strax. Ekki var samið nákvæmlega um kaup og kjör en honum skildist að launin væru góð og í samræmi við íslensk lög og kjarasamninga. Fæði og húsnæði var innifalið í laununum. Hann hóf störf um leið og hann kom til Akureyrar og vann 10 tíma á dag sex daga í viku.

Í lok mars, eftir sjö vikna vinnu, féll hann úr stiga og slasaðist alvarlega eins og fyrr segir. Vinnueftirlitið og lögreglan komu á vettvang og kom þá í ljós að Stanisic var ekki með atvinnu- né dvalarleyfi. Hann var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri þar sem hann gekkst undir aðgerð. Níu dögum síðar ók verkstjóri frá H-26 honum til Keflavíkur þaðan sem hann flaug til Vínarborgar. Þar beið hann í tvo daga eftir flugi til Sarajevo og þaðan komst hann heim til Vlasenica í Bosníu.

Fréttablaðið segir að H-26 hafi hafnað kröfu Stanisic um bætur vegna slyssins og greiðslu vangoldinna launa bréflega í nóvember síðastliðnum. Í bréfinu segist félagið aldrei hafa átt nein samskipti við hann, hafi ekki gert honum atvinnutilboð né hafi hann starfað hjá félaginu. Félagið hafi keypt þjónustu af undirverktaka og hafi öryggismál einnig verið á hans ábyrgð. H-26 hafi ekki vitað að starfsmenn hefðu verið ótryggðir og án atvinnuleyfis.

Kári Arnór Kárason, eigandi H-26, staðfesti þetta við Fréttablaðið en vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Margir kannast eflaust við nafn Kára í tengslum við umræðu um skattaskjól en hann sagði upp starfi sínu sem framkvæmdastjóri Stapa lífeyrissjóðs vorið 2016 eftir að Panamaskjölin voru birt en í þeim kom fram að hann ætti hlut í skattaskjólsfyrirtækjum segir í frétt Fréttablaðsins.

Blaðið hefur eftir Þórði Má Jónssyni, lögmanni Stanisic, að skýringar Kára standist ekki og stangist á við þær upplýsingar sem lögreglan fékk á slysadeginum hjá Ármanni Sverrissyni, talsmanni H-26, sem kom á vettvang. Hann sagði lögreglunni að verkstjóri H-26 sæi um að ráða menn í vinnu í gegnum serbneskt fyrirtæki. Hann sagði mennina oft stoppa stutt og væru atvinnuleyfin ekki alltaf komin í gegn þegar þeir færu heim aftur.

Stanisic vann hér á landi í sjö vikur og fékk greiddar 165.000 krónur í laun fyrir allan þann tíma, 60 klukkustunda vinnuviku. 40.000 krónur voru dregnar af honum fyrir ferðakostnaði hans til landsins.

Stanisic hefur sótt um að fá gjafsókn í málinu. í beiðninni kemur fram að þurfi enn að nota hækjur og hafi verið óvinnufær síðan slysið varð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Í gær

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum
Fréttir
Í gær

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“
Fréttir
Í gær

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Í gær

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi