fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

Sérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni miður sín yfir stóru sóttvarnabrotunum og óttast hópsmit

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 27. desember 2020 12:03

Sóley Kaldal. Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ef þessi tvö stóru brot á sóttvarnarlögum sem fjallað hefur verið um í fréttum um jólin verða til hópsmita, þá er það hræðilegt og þyngir enn meira róðurinn fyrir okkur öll,“ segir Sóley Kaldal, sérfræðingur í áhættugreiningum hjá Landhelgisgæslunni, í nýjum pistli á Facebook.

Sóley flutti snemma í faraldrinum frá Bandaríkjunum til Íslands og tók við starfi hjá Landhelgisgæslunni. Helsta ástæða fyrir heimkomu hennar voru slæleg viðbrögð yfirvalda í Bandaríkunum við faraldrinum, en þetta var um miðjan mars.

Í pistli sínum segir Sóley að hafi brot kaþólska söfnuðarins og hópsins í Ásmundarsal ekki valdið hópsmiti þá … „er það eingöngu vegna þess að þetta fólk lét berast á herðum okkar hinna sem höfum hlýtt til hins ýtrasta.“

Í samtali við DV segir hún að jólin hafi verið erfið. „Jólin hafa verið erfið. Ég á foreldra sem eru á áttræðisaldri og ég er sjálf tímabundið í áhættuhópi. Við eigum öll einhverja sögu um fórnir sem við höfum þurft að færa í faraldrinum.“

Sóley segir að þeir sem brutu sóttvarnareglur með þessum sláandi hætti á Þorláksmessu og aðfangadagskvöld hafi umboðslaust tekið það sem hún og aðrir hafa lagt af mörkum til að hefta faraldurinn og notað til að uppfylla sínar augnabliksþarfir:

„Ef þessi tvö stóru brot á sóttvarnarlögum sem fjallað hefur verið um í fréttum um jólin verða til hópsmita, þá er það hræðilegt og þyngir enn meira róðurinn fyrir okkur öll.
Ef þeir leiða ekki til hópsmita- þá er það eingöngu vegna þess að þetta fólk lét berast á herðum okkar hinna sem höfum hlítt til hins ýtrasta.
Þetta er eins og við værum að berjast við skógarelda og langflestir væru sameinaðir en aðfram komnir við að slökkva eldana á meðan nokkrir sætu með eldspýtur í rjóðri og sprengdu flugelda því þeir væru svo fallegir.
Ég færði ekki allar þessar fórnir svo að eitthvað fólk gæti haldið stakt jólapartý og mætt í tiltekna messu. Ég færði þær til að stuðla að lífi og heilsu þjóðar minnar, til að hlífa heilbrigðiskerfinu, velferðarkerfinu, skólakerfinu, fjármálakerfinu, löggæslukerfinu, stjórnkerfinu. Þetta fólk tók umboðslaust allt sem ég hef lagt af mörkum, allt sem þið hafið lagt af mörkum og notaði það til að uppfylla eigin augnabliksþarfir. Það er sárt og hefur stuðað mig meira en ég átti von á.“

https://www.facebook.com/soleykaldal/posts/10158014482148022

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Landlæknir í stríð við Persónuvernd og gerir alvarlegar athugasemdir við starfshættina

Landlæknir í stríð við Persónuvernd og gerir alvarlegar athugasemdir við starfshættina
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun
Fréttir
Í gær

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?
Fréttir
Í gær

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið