fbpx
Föstudagur 23.maí 2025
Fréttir

Margir minnast Jónínu Ben – „Hún gaf svo mikla hlýju frá sér og stuðning“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 17. desember 2020 13:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og við greindum frá fyrr í dag er Jónína Benediktsdóttir, líkamsræktarfrömuður og athafnakona, látin en hún varð bráðkvödd að heimili sínu í Hveragerði.

Jónína snerti við mörgum á sinni viðburðaríku ævi og margir minnast hennar í dag. Meðal þeirra er Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi ráðherra og nýbakaður spennusagnahöfundur. Katrín ritar á Facebook-síðu sína:

„Frænka mín og vinkona hefur kvatt okkur. Hún gaf svo mikla hlýju frá sér og stuðning. Hún ýtti líka oft við mér og ögraði. Skammaði mig stundum. En fyrir það var ég ávallt þakklát því það leiddi til skarpari sýnar og skilnings á lífinu. Hún var magnaður frumkvöðull, hrein og bein. Síðustu misserin dýpkaði vináttan og fyrir það er ég óskaplega þakklát. Hún var örlát. Sendi mér reglulega fallegar hugleiðingar, hlýju og stuðning. Vonandi náði ég að gefa til baka. Hún gaf mikið af sér og tók líka mikið inn á sig. Hún var mikil manneskja. Minnist hennar með ást, hlýju og þakklæti en líka trega – því við vorum með plön á nýju ári sem ég fylgi nú eftir með minningu um merka konu með mér í hjartanum ❤️
Innilega samúðarkveðju sendi ég börnum, barnabörnum, systkinum, öðrum skyldmennum og hennar fjölmörgu vinum.“
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona spyr hvers vegna allt litríka og skemmtilega fólkið deyi frá okkur. Hún minnist Jónínu með eftirfarandi orðum:
„Stórveldið og kvenskörungurinn Jónína Benediktsdóttir er fallin frá. Samferðakona okkar og framtíðar Íslendingasagnapersóna. Við supum marga fjöruna saman við Jónína og þrátt fyrir að ég hefði það stundum á orði við hana að hún þyrfti að ráða sér betri leikstjóra í lífinu þá hef ég fáa þekkt raunbetri og hjartahlýrri en þessa mögnuðu, djörfu og síungu stelpu. Og hlátrasköllin! Og góðverkin ótal mörgu sem hún stærði sig aldrei af. Við höfum misst frá okkur litríka og margslungna konu og ég á eftir að sakna hennar mikið úr mínu lífi og samfélaginu öllu. Afhverju deyr allt litríka og skemmtilega fólkið frá okkur? Við drappaða pakkið sitjum eftir… og verðum að reyna að láta ekki okkar eftir liggja. Börnum, barnabörnum, fjölskyldu og vinum Jónínu sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Mikill er missir ykkar og okkar allra.“
Guðmundur Brynjólfsson rithöfundur ritar þetta um Jónínu:
„Örlítið kynntist ég þessari ágætu konu. Jónína kom mér fyrir sjónir sem hjartahrein og góð manneskja. Heiðarleg og trú sinni sannfæringu. Blessuð sé hennar góða minning. Samúðarkveðjur sendi ég öllum aðstandendum og vinum.“

Sveinn Hjörtur Guðfinnsson segir að mikill sjónarsviptir sé af Jónínu:

„Jónína Benediktsdóttir var um stuttan tíma íþróttakennari í Breiðholtsskóla og þar man ég fyrst eftir henni. Það er mikill sjónarsviptur af Jónínu. Hún var hörkudugleg og drífandi kona sem fann alltaf lausnir á hverju því sem hún stóð frammi fyrir.
Blessuð sé minning Jónínu!“

Margrét Friðriksdóttir frumkvöðlafræðingur ritar:

„Blessuð sé minning þín elsku Jónína, þau samtöl við áttum voru alltaf góð og innihaldsrík, mikill kvenskörungur sem þú varst, er slegin að heyra að þú sért látin, megi þú hvíla í friði. Samúðarkveðjur til fjöskyldu þinnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Stór aðgerð í Vesturbæ Reykjavíkur – Viðbragðsaðilar á Hjarðarhaga

Stór aðgerð í Vesturbæ Reykjavíkur – Viðbragðsaðilar á Hjarðarhaga
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Egill segir samanburð Viðskiptaráðs kjánalegan – „Þetta er skrítin framsetning hjá Viðskiptaráði“

Egill segir samanburð Viðskiptaráðs kjánalegan – „Þetta er skrítin framsetning hjá Viðskiptaráði“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Þrír réðust á ungmenni í Hafnarfirði og ógnuðu með hnífi

Þrír réðust á ungmenni í Hafnarfirði og ógnuðu með hnífi
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Trump er ósáttur – „Andlega óhæfur bjáni“

Trump er ósáttur – „Andlega óhæfur bjáni“
Fréttir
Í gær

Sigþór með skilaboð til reiða fólksins: „Forgangsröðunin verður að breytast núna ef ekki á illa að fara“

Sigþór með skilaboð til reiða fólksins: „Forgangsröðunin verður að breytast núna ef ekki á illa að fara“
Fréttir
Í gær

Gunni Helga reiður og pirraður: Áttaði sig á því í gær að launin hans hefðu lækkað – „Ég skammast mín fyrir að hafa ekki vitað um þetta fyrr“

Gunni Helga reiður og pirraður: Áttaði sig á því í gær að launin hans hefðu lækkað – „Ég skammast mín fyrir að hafa ekki vitað um þetta fyrr“