Átta innanlandsmit af Covid-19 greindust í gær en þar af voru sjö í sóttkví.
Ennfremur greindust átta á landamærunum með veiruna.
Núna eru 124 í einangrun með sjúkdóminn en 253 eru í sóttkví. Á sjúkrahúsi liggja 33 með sjúkdóminn og þar af eru þrír á gjörgæslu.