fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fréttir

Það sýður á unnendum gamaldags matar yfir meðferðinni á Fiskikónginum – „Megum við ekkert hafa í friði?“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 16. desember 2020 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikla athygli hefur vakið tilkynning fisksalans Kristjáns Bergs, Fiskikóngsins, um að Heilbrigðiseftirlitið hafi skikkað hann til að taka nokkrar vörutegundir úr sölu. Tilgreinir Kristján jafnframt fleiri matvörur sem fiskbúðir hafi verið neyddar til að taka úr sölu. Er hér um að ræða gamlan, íslenskan mat, sem að sögn heilbrigðisyfirvalda er ekki framleiddur í samræmi við evrópskar tilskipanir. Í löngum pistli um málið  segir Kristján meðal annars:

„Ég veit að það eru margar aðferðir sem eru gerðar við vinnslu á hinum ýmsu matvælum sem flokkast undir aldargamlar hefðir, Skata, kofareykt kjöt, reyktur rauðmagi, hákarlinn, Sólþurrkaður Saltfiskur, Bútungur, Siginn fiskur, Saltað Selspik, Sigin Grásleppa, Svartfuglinn, hnoðmör, hamsatólg, hangiflot, harðfiskur og fleira og fleira
Þessi aðilar eru ekki með leyfi frá MAST til þess að verka og selja þessi ramm íslensku matvæli. En þetta hefur verið gert í hundruð ára og kallast íslensk menning.
Árið 2020 hefur verið ömurlegt fyrir flest alla. Er kannski best að klára þetta með stæl og fjarlægja þetta allt saman úr öllum hillum.“
Kristján segir enn fremur: „Hnoðmörina hef ég alltaf keypt af sömu konunni á Vestfjörðum frá því ég man eftir mér. Reykti lundinn var ekki með límmiða, framleiðandi, síðasti söludagur og þess hátta. Hákarlinn er líka frá einum sem ég hef keypt af í tugi ára. Hann verkar þetta meðfram öðru starfi og er sennilega ekki með leyfi frá MAST til þess að verka hákarlinn. Harðfiskurinn er frá Valla í Stykkishólmi. Hann sendi mér lúðurikkling, sem var ekki merktur framleiðsludegi og þess háttar. …en það var ekki hægt að rekja söguna hans frá dánardegi fram til þess að hann lenti uppá fiskborðinu mínu.“

Íslensk menning

Kristján segir að þessar verkunaraðferðir séu íslensk menning:

„Ég veit að það eru margar aðferðir sem eru gerðar við vinnslu á hinum ýmsu matvælum sem flokkast undir aldargamlar hefðir, Skata, kofareykt kjöt, reyktur rauðmagi, hákarlinn, Sólþurrkaður Saltfiskur, Bútungur, Siginn fiskur, Saltað Selspik, Sigin Grásleppa, Svartfuglinn, hnoðmör, hamsatólg, hangiflot, harðfiskur og fleira og fleira
Þessi aðilar eru ekki með leyfi frá MAST til þess að verka og selja þessi ramm íslensku matvæli. En þetta hefur verið gert í hundruð ára og kallast íslensk menning.“
Kristján er mjög sorgmæddur yfir þessari þróun og segir í lok pistils síns: „Mér finnst eins og verið sé að rífa úr mér hjartað og sálina á sama tíma.“

Eigum við nokkuð að láta kerfið hafa af okkur góða gamaldags matinn?

Í Facebook-hópnum „Gamaldags matur“ er jafnan lífleg umræða um íslenskan mat. Erna Ýr Öldudóttir blaðamaður hefur þar umræðuna um þetta mál með orðunum:

„Nei, nú hringi ég í Jens! Eigum við nokkuð að láta kerfið hafa af okkur góða gamaldags matinn? Meiri vitleysan…“

Margir taka undir með henni og ein kona segir um gamaldags matinn: „Hann hefur ekki drepið neinn hingað til. Held að yfirvöld ættu að huga að öllu erfðabreytta ruslinu sem verið er að flytja inn og eyða gjaldeyri í og er krabbameinsvaldandi.“

Ein kona óttast að bannað verði að selja skötu og maður einn segir tæpitungulaust: „Fíflskan hefur nú náð áður óþekktum hæðum. strokleðraætur og blýantsnagarar ráða ríkjum.“

Þá skrifar kona ein þennan pistil um málið: „Matvælastofnun er ætlað að tryggja það, að þau matvæli sem við kaupum séu óskemmd og framleidd eftir kúnstarinnar reglum. Fyrir nokkrum árum var reynt að stoppa það, að kvenfélagskonur væru að selja bakkelsi á mörkuðum og bösurum á þeim forsendum að þrifstuðull upprunaeldhússins væri ekki kunnur. Það tókst ekki að forða okkur frá þessu ágæta bakkelsi, en kostaði þref. Þegar forsjárhyggjan fer á flug, þá er eins og tilgangurinn með eftirliti gleymist, en kerfiskallinn með stimpilinn tekur yfir stjórnina, sem minnir bara á sovétið sáluga.“

Á meðan spyr önnur kona: „Megum við ekkert hafa í friði?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Myndir og myndband af arabískum mönnum á Íslandi í dreifingu – Einn virðist veifa hríðskota- og skammbyssu – Þrír handteknir vegna málsins

Myndir og myndband af arabískum mönnum á Íslandi í dreifingu – Einn virðist veifa hríðskota- og skammbyssu – Þrír handteknir vegna málsins
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar
Fréttir
Í gær

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið
Fréttir
Í gær

Strætó ók á rútu við Fjörð

Strætó ók á rútu við Fjörð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump hvetur til afhjúpunar á öllum Epstein-skjölum – Segist hafa ekkert að fela

Trump hvetur til afhjúpunar á öllum Epstein-skjölum – Segist hafa ekkert að fela
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingar erlendis bíða sumir í ofvæni eftir rafrænum lyfjaávísunum milli landa

Íslendingar erlendis bíða sumir í ofvæni eftir rafrænum lyfjaávísunum milli landa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík