fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Tveir þýskir karlmenn dæmdir fyrir nauðgun gegn íslenskri stúlku

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 15. desember 2020 19:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir þýskir karlmenn á fertugsaldri hafa verið dæmdir í fjögurra og hálfs og fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga 19 ára íslenskri stúlku á grísku eyjunni Krít sumarið 2019. RÚV greinir frá þessu og eftir eftir frétt The Sun.

Í frétt The Sun segir að stúlkan hafi verið á skólaferðalagi. Stúlkan hafi rætt við mennina tvo á bar en þeir séu 39 og 35 ára. Þeir eltu hana er hún yfirgaf barinn og drógu hana inn í húsasund á leiðinni þar sem þeir nauðguðu henni.

Sagt er að íslenska stúlkan hafi borið vitni fyrir réttinum en hún hafi komið til Grikklands með móður sinni.

DV greindi frá málinu fyrr á þessu ári. „Stúlkan gekkst undir læknisskoðun á sjúkrahúsi og kemur fram að læknir hafi meðal annars fundið smápeninga og peningaseðil í leggöngum hennar. Þá kemur fram að erfitt hafi reynst að finna lífsýni á líkama stúlkunnar. Ekkert sæði fannst við skoðunina en að sögn stúlkunnar notuðu árásarmennirnir smokk,“ segir þar meðal annars. Ennfremur:

„Við skýrslutöku sagði stúlkan að mennirnir hefðu skilið hana eftir og hún hefði ekki haft hugmynd um hvar hún var. „Ég var ekki með úr. Ég var með símann minn á mér en það var slökkt á honum af því að hann var batteríslaus Ég var einhvers staðar úti á víðavangi, ég var að reyna að finna hótelið en ég fann það ekki.“

Þá tjáði stúlkan lögreglu að hún hefði farið inn á annað hótel í grenndinni og þar hefði hún komist að því að aðskotahlutir hefðu verið skildir eftir í leggöngum hennar. Sagðist hún hafa verið kvalin. Starfsmenn hótelsins hefðu hringt á leigubíl fyrir hana sem síðan flutti hana á sjúkrahús. Starfsfólk sjúkrahússins hefði í kjölfarið haft samband við hótelið þar sem stúlkan dvaldi.“

Samkvæmt frétt The Sun neituðu mennirnir fyrir rétti að hafa hitt stúlkuna áður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Mamdani verður borgarstjóri New York – Hélt eldræðu eftir sigurinn og skaut á Trump

Mamdani verður borgarstjóri New York – Hélt eldræðu eftir sigurinn og skaut á Trump
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Lögreglan vildi fá að hlera hús í Reykjavík vegna gruns um skipulagða vændisstarfsemi

Lögreglan vildi fá að hlera hús í Reykjavík vegna gruns um skipulagða vændisstarfsemi
Fréttir
Í gær

Organista Glerárkirkju sagt upp störfum – „Ég var þrjóskur miðaldra karlmaður“

Organista Glerárkirkju sagt upp störfum – „Ég var þrjóskur miðaldra karlmaður“
Fréttir
Í gær

Sakfelldur fyrir hótanir og líkamsárás inni í varahlutaverslun

Sakfelldur fyrir hótanir og líkamsárás inni í varahlutaverslun
Fréttir
Í gær

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð
Fréttir
Í gær

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp
Fréttir
Í gær

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum
Fréttir
Í gær

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil