fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

World Class gerir athugasemdir við fréttir um smithættu í líkamsræktarstöðvum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 10. desember 2020 13:26

Björn Leifsson. Fréttablaðið/GVA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

World Class hefur gert athugasemdir við yfirlýsingar og fréttir af smithættu vegna Covid-19 í líkamsræktarstöðvum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lýst því yfir að smithætta í líkamsræktarstöðvum sé sjö sinnum meiri en á sundstöðum. Þetta hafa fréttarmiðlar tekið upp og RÚV greindi frá í gærkvöld. Lögmaður World Class, Gestur Jónsson, sendi eftirfarandi athugasemd á fréttastofu RÚV:

„Sæl Kristín

Í upphafi frétta RÚV í kvöld var sagt frá því að sjö sinnum fleiri smit mætti rekja til líkamsræktarstöðva en sundlauga. Síðar kom fram að talan var 36 fyrir líkamsræktarstöðvarnar en 5 fyrir sundlaugarnar.

Þetta er skrítin frétt. Þann 13. október sl birtist frétt um að sex einstaklingar hefðu greinst með smit sem rakið væri til morgunsunds í lauginni að Hrafnagili í Eyjafirði. Síðar barst frétt um að starfsmaður við Breiðholtslaug hefði smitast. Vel má vera að tilvikin séu fleiri. Þegar af þessari ástæðu virðist fréttin um fjölda smita í sundlaugum vera röng.  

Hefði fréttin í kvöld verið sú að fleiri smit hafi greinst í Reykjavík en á Hvammstanga væri það örugglega rétt. Af því verður hins vegar ekki dregin sú ályktun að meiri smithætta sé í Reykjavík en á Hvammstanga. Samanburður á tíðni smita í sundlaugum og líkamsræktarstöðvum er háður sama annmarka. Án þess að vita hve margir fara í sund og hve margir mæta í líkamsrækt er þessi samanburður algjörlega ómarktækur. Mér skilst að mætingar í líkamsrækt séu meira en þrisvar sinnum fleiri í Reykjavík en mætingar í sund.  

Ég vil undirstrika að athugasemdir Lauga snúa ekki að því að við búum áfram við góðar sóttvarnir heldur hinu að málefnalega sé staðið að ákvörðunum um að skylda fyrirtæki til þess að stöðva starfsemi sína.

Kv

Gestur Jónsson,

lögmaður.“

Á heimasíðu World Class segir jafnframt, Björn Leifsson, eigandi World Class, að honum hafi engar upplýsingar borist um að smit hafi greinst í stöðvum World Class:

„Tekið skal fram að World Class hefur ekki áreiðanlegar upplýsingar um fjölda mætinga í heilsurækt annars vegar og sundlaugar hins vegar. Við teljum öruggt að mætingar í ræktina í Reykjavík séu a.m.k. tvisvar sinnum fleiri en í sundlaugarnar og sennilega meira en þrisvar sinnum fleiri. Opinberar upplýsingar eru um 7 smit sem tengjast sundlaugum. Þau kunna að vera fleiri. Um smitin sem tengjast líkamsræktinni vitum við fátt. Okkur er ekki kunnugt um að neitt smit verði rakið til World Class stöðvar. Þegar smit hefur komið upp, t.d. í leikskóla, kemur fram í fréttum að gripið er til ráðstafana sem virðast felast í því að yfirvöld láta loka viðkomandi leikskóla og sótthreinsa allt áður en starfsemin hefst að nýju. Ekkert slíkt hefur komið frá sóttvarnaryfirvöldum gagnvart starfsemi World Class. Við höfum engar athugasemdir fengið um sóttvarnir og engar fréttir af því að smit sé rakið til okkar. Í ljósi umræðunnar og fullyrðinga um smithættu í heilsuræktinni hljóta stjórnvöld að hafa skyldu til þess að upplýsa okkur um ef einhver tilvik eru rakin til starfsemi okkar.

Björn Leifsson

World Class Iceland“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

98 ára úkraínsk kona gekk 10 km í skothríð til að sleppa frá Rússum – „Ég lifði síðari heimsstyrjöldina af og ég mun lifa þetta stríð af“

98 ára úkraínsk kona gekk 10 km í skothríð til að sleppa frá Rússum – „Ég lifði síðari heimsstyrjöldina af og ég mun lifa þetta stríð af“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Hera úr leik