fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fréttir

Þórólfur bindur vonir við að faraldurinn fari niður á næstunni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 2. desember 2020 12:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 

„Þetta eru bara svipaðar niðurstöður og í gær en það er kannski ánægjulegt að það voru bara fimm utan sóttkvíar,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um tölur dagsins en 16 smit greindust, þar af voru 11 í sóttkví. Hátt í 1.500 sýni voru tekin.

„Þetta er enn í línulegum vexti en eins og staðan er núna erum við þó ekki að missa þetta í veldisvöxt, upp úr öllu valdi. Þetta er heldur ekki að fara alveg niður þannig að við erum að horfa upp á að þessar tölur í dag eru eitthvað sem gerðist fyrir um viku síðan. Við erum alltaf viku á eftir.“

Þórólfur segir að sú staðreynd að daglega greinist margir sýktir auki álag á Covid-göngudeildna. „Hægt og bítandi kemur að því að við fáum einhvern alvarlega veikan sem þarf að leggjast inn á spítala. Þá gæti farið að þyngjast aftur á spítalanum, sem betur fer er ástandið þokkalegt þar núna.“

Eins og komið hefur fram eru óbreyttar samkomutakmarkanir í gildi til 9. desember. Þórólfur hefur trú á að þær geti dugað til að ná faraldrinum niður. „Ég hef trú á að það geti gerst. Að við getum haldið í horfinu og vonandi farið niður á við. Það er óskastaða.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum