fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Aftur fjölgar smitum eftir rólega helgi

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 1. desember 2020 11:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átján greindust með COVID-19 sjúkdóminn síðasta sólarhring, sem er nokkuð meira en greinst hafði dagana tvo þar á undan. Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, hafði þó varað við því að tölum helgarinnar bæri að taka með þeim fyrirvara að færri sýni eru tekin um helgar.

Veiran er þó ekki komin í svonefndan veldisvöxt heldur fylgir nú línulegum vexti. Vonir standa til að vöxtur haldist línulegur þar til við förum að sjá lægri tölur aftur, en aðeins tíminn mun leiða í ljós hvort sú verði raunin.

Af þeim sem greindust síðasta sólarhring voru sjö einstaklingar sem voru ekki í sóttkví.

Aðeins eitt smit greindist á landamærunum og beðið er eftir niðurstöður úr mótefnamælingu til að sjá hvort um virkt smit er að ræða eða ekki.

199 eru nú í einangrun hér á landi. 689 eru í hefðbundinni sóttkví og 898 eru í svonefndri skimunarsóttkví.  Fjöldi þeirra sem eru í einangrun hefur haldist nokkurn veginn svipaður síðustu daganna sem styður enn frekar við að um línulegan vöxt veirunnar sé að ræða.

40 eru á sjúkrahúsi og tveir á gjörgæslu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd