fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
Fréttir

Vilja sérstakt ákvæði um húsleitir á lögmannsstofum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 5. nóvember 2020 07:50

Steinbergur, tv., og lögmaður hans. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögmannafélag Íslands vill að sérstakt lagaákvæði verði sett um húsleitir á lögmannsstofum og hefur farið fram á það við dómsmálaráðherra að það verði gert. Ráðherra segir að málið sé til skoðunar. Tilefni þessar óskar er dómur sem féll í máli Steinbergs Finnbogasonar, lögmanns, í sumar þegar ríkið var dæmt til að greiða honum bætur vegna þvingunarráðstafana sem hann sætti af hálfu lögreglunnar og vegna dráttar á niðurfellingu máls gegn honum.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Í dómi héraðsdóms voru gerðar alvarlegar athugasemdir við framkvæmd húsleitarinnar á vinnustað Steinbergs. Meðalhófs hafi ekki verið gætt þegar hald var lagt á gögn og við afritun þeirra með hliðsjón af því að hann er starfandi lögmaður.

Lögmannafélagið segir fulla og brýna þörf á að sérstakar reglur gildi um slíkar húsleitir, það sýni niðurstaða dómsins með óyggjandi hætti.

„Þessi ályktun er afar sterk áminning um þann yfirgang sem ákæruvaldið, og því miður með uppáskrift dómstóla, hefur sýnt lögmönnum. Vísvitandi villandi upplýsingar saksóknara sem leiddu í mínu tilviki til gæsluvarðhaldsúrskurðar er auðvitað hneyksli en mér finnst húsleitarheimildin til gagnasöfnunar, bæði á skrifstofu minni og heimili, í raun enn þá alvarlegri vegna þess að þar er gróflega vegið að trúnaðarskyldum lögmanna eins og ályktun Lögmannafélags Íslands tekur af öll tvímæli um,“

er haft eftir Steinbergi.

Í ályktun Lögmannafélagsins kemur fram að á síðustu fjórum árum hafi fjórir lögmenn fengið stöðu sakborninga í málum skjólstæðinga sinna. Mál allra hafi síðan verið felld niður án þess að til ákæru kæmi. Vísar félagið til þess að á skrifstofum lögmanna séu jafnan geymd trúnaðargögn, meðal annars um samskipti verjanda við sakborninga í sakamálum. Sakborningar njóti ákveðinna réttinda samkvæmt stjórnarskrá og Mannréttindasáttmála Evrópu sem leiði af sér að það sé réttur þeirra að slík gögn komist ekki í hendur ríkisvaldsins með húsleitum á lögmannsstofum.

Aðspurð sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, að málið sé til skoðunar hjá réttarfarsnefnd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?
Fréttir
Í gær

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“