fbpx
Föstudagur 24.október 2025
Fréttir

Víðir umtalaður vegna smitsins – „Við eigum að hlýða Víði, en hverjum á Víðir að hlýða? Það hefur alveg gleymst“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 29. nóvember 2020 13:10

Víðir Reynisson. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, greindi í gær frá aðdraganda þess að hann smitaðist með kórónuveiruna. Smitið hefur vakið töluverða athygli enda þykir ljóst að fyrst Víðir sjálfur, einn af þríeykinu fræga, gat fengið veiruna, þá sé enginn óhultur.

Eftir að Víðir opnaði sig um smitið í gær hefur hann fengið yfir þúsund batakveðjur og mikinn stuðning og á þriðja þúsund hafa brugðist við færslunni hans. Er hann þar hvattur til að skammast sín ekki fyrir smitið og óskað skjótum og góðum bata sem og að margir þakka honum fyrir að hafa staðið í framlínunni allan þennan tíma.

En þó eru einnig þeir sem hafa lýst yfir nokkrum vonbrigðum og telja mögulegt að Víðir hafi kannski ekki hlýtt sjálfum sér sem skyldi. Svo eru að sjálfsögðu þeir sem alltaf sjá húmorinn í lífinu.

Meðal þeirra sem hafa sent honum jákvæðar kveðjur eru Karl Sigurbjönrsson, fyrrverandi biskup, Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ og Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri.

Hér má sjá viðbrögð nokkurra á Twitter: 

Ljóst er þó af frásögn Víðis að jafnvel þótt reynt sé til hins ítrasta að fara varlega þá geta hópamyndanir af öllum stærðum orðið uppspretta af smiti. Víðir sagðist að á heimili hans hafi gist vandamaður sem þurfti að sækja sér læknismeðferð og vantað stað til að gista á. Í tengslum við þá heimsókn kom nokkuð af gestum á heimili hans og þrátt fyrir að gæta að tveggja metra reglu þá voru það líklega kaffikannan og bollarnir sem urðu grundvöllur snertismits.  Víðir hefur gengist við því að af snertiflötum hafi ekki verið nægilega hugað og það segir manni bara það að aldrei er of varlega farið í þessum faraldri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

María Sigrún ósátt við ummæli Dags: „Ég sé mig tilneydda til að bera hönd fyrir höfuð mér“

María Sigrún ósátt við ummæli Dags: „Ég sé mig tilneydda til að bera hönd fyrir höfuð mér“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vínelskur og auralaus þjófur fór ítrekað út að borða

Vínelskur og auralaus þjófur fór ítrekað út að borða
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir foreldra Axels sem leita réttlætis fyrir son sinn – „Hafið gefur og hafið tekur…Dómskerfið gefur og dómskerfið tekur“

Safnað fyrir foreldra Axels sem leita réttlætis fyrir son sinn – „Hafið gefur og hafið tekur…Dómskerfið gefur og dómskerfið tekur“
Fréttir
Í gær

Eva Margrét opnar sig um dónaskapinn og baktalið síðan hún var kjörin í sveitarstjórn – „Ég var ekki vör við að ég ætti marga óvini fyrir vorið 2022“

Eva Margrét opnar sig um dónaskapinn og baktalið síðan hún var kjörin í sveitarstjórn – „Ég var ekki vör við að ég ætti marga óvini fyrir vorið 2022“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Veitingamaðurinn og gjaldþrotakóngurinn Stefán dæmdur fyrir stórfelld skattsvik – Þarf að greiða 200,7 milljónir í sekt

Veitingamaðurinn og gjaldþrotakóngurinn Stefán dæmdur fyrir stórfelld skattsvik – Þarf að greiða 200,7 milljónir í sekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðrún um áfallið á Grundartanga – „Þarna munu tapast útflutningstekjur upp á tugi milljarða“

Guðrún um áfallið á Grundartanga – „Þarna munu tapast útflutningstekjur upp á tugi milljarða“