fbpx
Þriðjudagur 30.nóvember 2021
Fréttir

Tölur dagsins ekki nógu góðar og Víðir „drulluslappur“ – „Hann átti ekki góðan dag  í gær“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 28. nóvember 2020 11:29

Rögnvaldur Ólafsson. Mynd/Almannavarnir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tuttugu og þrír greindust með kórónuveirusmit á Íslandi síðasta sólarhring, þar af voru tuttugu og eitt innanlandssmit. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir þessar tölur ekki nógu góðar.

„Þær eru ekki nógu góðar, en svipaðar og í gær. Það eru 23 í heildina þar af 21 innanlands. Þetta er ekki það sem við vildum sjá. Það var rétt rúmlega helmingur, 13 í sóttkví,“ sagði Rögnvaldur í samtali við DV.

„Þetta virðast enn vera afleiðingar síðust helgar. En ég er svolítið hugsi yfir því hvers vegna við erum að fá svona mörg tilfelli utan sóttkvíar. Samt virðist þetta tengjast fyrirliggjandi smitum. Við sjáum ekki augljóst hvað er í gangi en það má velta fyrir sér hvort að fólk sé eitthvað feimið í smitrakningu og sé ekki að segja okkur alveg allt, eða hvort það sé bara svona gleymið. Það er mikilvægt að hafa í huga að fólk þarf ekki að óttast neitt eða vera feimið varðandi smitrakninguna. Það sem kemur fram þar eru bara upplýsingar sem eru nýttar þar, það enginn að fara að skamma þig eða refa sér. Svo við hvetjum fólk til að vera samvinnuþýtt og hjálpa til þegar kemur að smitrakningunni þegar kemur að þessu, það þarf enginn að skammast sín fyrir að veikjast þetta bara gerist og það skiptir öllu að reyna að stoppa þetta og þá skiptir svo miklu máli að fá góðar og ítarlegar upplýsingar í smitrakningunni.“

Rögnvaldur telur að fólk hafi verið full bjartsýnt síðust helgi og að fréttir af bóluefni og fyrirhuguðum tilslökunum hafi gert það að verkum að margir slökuðu of mikið á persónulegum smitvörnum.

„Já sko við erum svolítið hrædd um, eða við höldum það. Bæði að tilslakanir hafi legið í loftinu, jákvæðar fréttir af bólusetningu og svo lágar tölur yfir smit í síðustu viku sem fylltu fólk kannski af bjartsýni.“

Rögnvaldur segir að ekki standi til að bíða með að tilkynna um tilslakanir þar til þær eigi að taka gildi. Reynt hafi verið eftir fremsta megni að halda almenning upplýstum með öllum þeim upplýsingum sem fyrir liggja hverju sinni og halda engu undan.

„Allt frá því að við lögðum af stað í þetta verkefni ákváðum við að segja alltaf allt sem við gætum sagt og segja satt og rétt frá“

Hins vegar hafi þetta vissulega verið gagnrýnt, eins og í sumar þegar margir fóru að slaka á persónulegum sóttvörnum, áður en tilslakanir tóku gildi. Rögnvaldur segir mikilvægt að fólk fylgi þeim reglum sem gildi hverju sinni, ekki þeim sem fyrirhugaðar eru mögulega í framtíðinni.

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, greindist með kórónuveiruna í vikunni. Rögnvaldur segir að hann sé nú kominn með einkenni og hafi átt slæman dag í gær.

„Hann átti ekki góðan dag  í gær og eins og hann sagði sjálfur, var drulluslappur, ef við notum hans orð.“

Að sögn Rögnvaldar leið Víði þó betur í gærkvöldi og svo í morgun sem séu jákvæð tíðindi. Ekki hefur tekist að finna út hvaðan smitið, sem Víðir smitaðist af, kom.

„Það er ekki búið að finna upprunann, en aðilinn sem smitaði hann, náttúrulega inn á sama heimili. Það er ekki komið fram hvaðan það smit kom. Þetta er eitt af þessum smitum sem við virðumst ekki ætla að finna hvaðan er upprunnið.“

Þegar vitað var að Víðir hafi orðið útsettur fyrir smiti var gerð tilraun og hann sendur daglega í sýnatöku. Þegar hann greindist jákvæður var hann með öllu einkennalaus.

„Vissum að hann væri útsettur svo það var ákveðið að taka sýni úr honum daglega. Daginn sem hann mældist var hann gjörsamlega einkennalaus, bara mjög hress og fann ekki fyrir neinu“

Rögnvaldur segir þetta sýna hversu lúmsk kórónuveiran getur verið, en menn geti verið einkennalausir en smitandi dögum saman. Því hvetur Rögnvaldur almenning til að vera á varðbergi fyrir minnstu einkennum.  Auðvelt og skilvirkt sé að komast í sýnatöku í dag og best sé að leyfa öðrum að njóta vafans.

„Ef fólk finnur fyrir minnstu einkennum sem gætu tengst þessu að hafa þá allan vara á sér og láta aðra njóta vafans. Vera heima og fara í sýnatöku“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Guðmundur Freyr játar morðið á unnusta móður sinnar – Hryllilegar lýsingar

Guðmundur Freyr játar morðið á unnusta móður sinnar – Hryllilegar lýsingar
Fréttir
Í gær

Ók á skilti og stakk af og hótaði síðan lögreglumönnum eftir handtökuna

Ók á skilti og stakk af og hótaði síðan lögreglumönnum eftir handtökuna