fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fréttir

Gerðu aðsúg að lögreglustöðinni í Kópavogi – Hræktu á lögreglumenn og reyndu að frelsa félaga sinn úr haldi

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 28. nóvember 2020 12:39

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur ungra manna var til vandræða í Kópavogi um fimm leytið í nótt. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Hópurinn gerði aðsúg að lögreglu, tálmuðu störf þeirra og fóru ekki að fyrirmælum. Þrír ungir menn voru í kjölfarið handteknir grunaðir um fjölda brota, meðal annars brot á lögreglusamþykkt, hótanir og að hafa tálmað störf lögreglu. Mennirnir voru vistaðir í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn málsins. Einn þeirra þriggja er aðeins 17 ára og málið var því tilkynnt til barnaverndarnefndar sem og foreldra.

Uppfært: Tilkynning hefur borist frá lögreglu vegna málsins þar sem nánar er greint frá málsatvikum. Þar segir:

„Þrír ungir menn voru handteknir fyrir ólæti i Kópavogi í nótt, en þeir létu mjög ófriðlega eftir að lögreglan stöðvaði för ökumanns í bænum sem var grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Þremenningarnir, sem voru farþegar í fyrrnefndri bifreið, reyndu að tálma störf lögreglunnar á vettvangi og höfðu uppi grófar hótanir í garð lögreglumanna. Eftir að ökumaðurinn var handtekinn fóru þremenningarnir síðan að lögreglustöðinni í Kópavogi og héldu þar uppteknum hætti, en svo fór að þeir voru allir handteknir. Háttsemi mannanna fólst m.a. í því að hrækja á lögreglumenn, berja og sparka i lögreglubíla og reyna ítrekað að frelsa handtekinn mann.“

Á meðal málsgagna eru upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna á vettvangi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum
Fréttir
Í gær

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“