fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Fréttir

Engin smit hjá starfsfólki í Kringlunni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 26. nóvember 2020 16:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsvarsmenn Kringlunnar segja fréttir af kórónuveirusmiti starfsfólks í Kringlunni vera ranga og hafa af því tilefni beðið fyrir birtingu eftirfarandi fréttatilkynningar:

„Í ljósi fréttaflutnings af meintu kórónuveirusmiti í verslunarmiðstöð Kringlunnar vill Kringlan koma eftirfarandi tilkynningu á framfæri:

Engin smit hjá starfsfólki í Kringlunni

Forsvarsmönnum Kringlunnar er ekki kunnugt um að nýleg smit hafi komið upp á meðal starfsfólks verslana eða veitingastaða Kringlunnar og hefur almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra staðfest það.

Rétt er að fram komi að sóttvarnir eru í hæsta forgangi í verslunarmiðstöðinni og reglum um sóttvarnir hefur verið fylgt í hvívetna.

  • Grímuskylda er í göngugötu sem og í öllum verslunum.
  • Boðið er upp á spritt við innganga, hjá öllum verslunum og víðar um húsið.
  • Þá hafa þrif verið stóraukin frá því að faraldurinn hófst og allir helstu snertifletir eru sótthreinsaðir reglulega.

Kringlan er öruggur staður til að versla á – heimsendingar eru þó einnig í boði Nú fer í hönd tími jólainnkaupa og leggur Kringlan mikla áherslu á góðan undirbúning viðskiptavina til að auðvelt verði að sinna innkaupum og hlýta um leið öllum gildandi takmörkunum. Á kringlan.is er hægt að kynna sér vöruúrval verslana og jafnvel klára kaup. Verslanir bjóða flestar upp á heimsendingu en auk þess er hægt að fá vörur afhentar í póstbox Kringlunnar sem eru opin til kl.23 öll kvöld. Þannig geta viðskiptavinir nýtt sér öll þau sömu tilboð sem eru í boði í verslunum með því að  versla á netinu og fá vörurnar heimsendar.

Með róttækum aðgerðum sem gripið hefur verið til í sóttvörnum telur Kringlan sig vera öruggan stað að heimsækja en hvetur jafnframt alla viðskiptavini til að virða reglur um sóttvarnir s.s. fjarlægðarmörk, grímuskyldu auk þess að sinna persónulegum sóttvörnum.

Mestu skiptir að við stöndum saman – í 2 metra fjarlægð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári