fbpx
Laugardagur 05.desember 2020
Fréttir

Arnaja bætir við sig fimm nýjum starfsmönnum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 21. nóvember 2020 15:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugbúnaðarfyrirtækið Aranja hefur nýlega ráðið til sín fimm öfluga starfsmenn með fjölbreytta og alþjóðlega reynslu. Um er að ræða fjóra forritara og einn rekstrarstjóra.

Aranja hefur vaxið jafn og þétt síðustu ár en þar starfa nú alls 15 sérfræðingar sem sérhæfa sig í hágæða framendaþróun með áherslu á notendaviðmót og upplifun notenda. Meðal viðskiptavina Aranja eru Bláa Lónið, Nova, Sjóvá og Stafrænt Ísland en einnig hefur Aranja sinnt fjölmörgum verkefnum fyrir ýmis erlend fyrirtæki, en þar ber helst að nefna Google og Facebook. Aranja eru stofnendur rafskútuleigunnar Hopp og stjórna hugbúnaðarþróun þar. Verkefni á vegum Aranja hafa hlotið ýmsar viðurkennar en þar má m.a. nefna Besta appið og besti fyrirtækjavefurinn á Íslensku vefverðlaununum 2019.

Einar Þór Gústafsson hefur verið ráðinn rekstrarstjóri hjá Aranja. Einar var einn stofnenda Getlocal ehf og stýrði vöru- og viðskiptaþróun. Á árunum 2010 til 2016 gegndi Einar stöðu framkvæmdastjóra vöruþróunar hjá Meniga ehf en hefur einnig sinnt stöðu forstöðumanns vefdeildar Íslandsbanka og þróunarstjóra Netbanka Glitnis. Einar var meðal stofnanda SVEF, Samtaka Vefiðnaðarins, og formaður samtakanna frá 2009 til 2013. Einar Þór er með gráðu í margmiðlun frá SAE í New York ásamt verkefnastjórnun frá Háskóla Íslands.

Þórey Jóna Guðjónsdóttir hefur verið ráðin forritari hjá Aranja. Áður starfaði Þórey sem forritari hjá Travelade en þar áður starfaði hún hjá Arion banka og Origo. Þórey er með BSc gráðu í hugbúnaðarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Magnea Rún Vignisdóttir hefur verið ráðin forritari hjá Aranja. Áður starfaði Magnea sem hugbúnaðarsérfræðingur hjá Ueno og hefur einnig starfað sem forritari hjá OZ sports. Magnea er menntaður tölvunarfræðingur frá Háskóla Íslands.

Chloe Langston hefur verið ráðin forritari hjá Aranja. Chloe starfaði í nokkur ár sem forritari hjá Box.com og einnig hjá Wildebee.st sem er ein öflugasta hugbúnaðar- og markaðsstofa Los Angeles. Chloe er með BA í Design Media frá UCLA og MS í Learning, Design & Technology frá Stanford háskóla.

Jérémy Barbet hefur verið ráðinn forritari hjá Aranja. Jérémy kemur til Aranja frá Ueno en þar starfaði hann sem framendaforritari síðastliðin 4 ár. Jérémy er menntaður sem hönnuður frá Epitech Digital í París en þar vann hann einnig sem sjálfstæður ráðgjafi. Jérémy er einnig að að baki Hello Aurora sem er eitt vinsælasta farsíma smá appið til að fylgjast með norðurljósunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Perlan Restaurant gjaldþrota

Perlan Restaurant gjaldþrota
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Mikil verðhækkun hjá Sorpu – Hátt í 300%

Mikil verðhækkun hjá Sorpu – Hátt í 300%
Fréttir
Í gær

Máli íslenskrar fjölskyldu gegn Norwegian Air vísað frá dómi – Fjölskyldan var rekin út úr flugvélinni

Máli íslenskrar fjölskyldu gegn Norwegian Air vísað frá dómi – Fjölskyldan var rekin út úr flugvélinni
Fréttir
Í gær

Réttarhöld yfir meintum morðingja á Bræðraborgarstíg verða opin

Réttarhöld yfir meintum morðingja á Bræðraborgarstíg verða opin
Fréttir
Í gær

Gunnar Þorsteinn er látinn – „Hvers manns hugljúfi“

Gunnar Þorsteinn er látinn – „Hvers manns hugljúfi“
Fréttir
Í gær

Ólafur Helgi boðaður í yfirheyrslu hjá héraðssaksóknara

Ólafur Helgi boðaður í yfirheyrslu hjá héraðssaksóknara