fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fréttir

Líkir hópi Íslendinga við Homer Simpson – „Það hringja strax viðvörunarbjöllur“

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 20. nóvember 2020 10:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Vífill Júlíusson, blaðamaður hjá Markaðinum, líkir hópi Íslendinga við sjónvarpspersónuna vinsælu, Homer Simpson, í pistli sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Hann segir umræddan hóp sjá Ísland sem „frjálshyggjuparadís“, þrátt fyrir háa skatta, og það minni hann á Homer Simpson sem horfi í spegil og sjá vöðvatröll.

„Hópur Íslendinga minnir á Homer Simpson þegar hann akfeitur horfði í spegil og sá heljarmenni. Nema hvað umræddur hópur horfir til Íslands, þar sem skattar eru háir í alþjóðlegum samanburði og fjöldi reglna setur stein í götu atvinnulífsins, og sér frjálshyggjuparadís. Og grætur örlög sín.“

Helgi segir að Ísland sé í þannig stöðu að öflugt samkeppnisumhverfi sé nauðsynlegt til þess að ná árangri í efnahagsmálum. Hann segir viðvörunarbjöllur hringja vegna þess að Íslendingar séu ekki jafn duglegir að nýta sér einkarekstur í heilbrigðis- og menntamálum.

„Rétt eins og rannsóknir hafa opnað augu okkar fyrir loftslagsvanda er rétt að grípa til greininga þegar rætt er um efnahagslega stöðu Íslands. Við erum fámenn þjóð, langt frá erlendum mörkuðum, og þurfum því að binda þannig um hnútana að hagsæld verði eins mikil og kostur er. Það verður ekki gert nema með öflugu samkeppnisumhverfi.

Það hringja strax viðvörunarbjöllur við að Ísland nýti einkarekstur í heilbrigðis- og skólakerfinu í minna mæli en hin Norðurlöndin.“

Þá ræðir Helgi nýlega skýrslu sem leiði í ljós að byggingariðnaður á Íslandi búi við mestar hömlur af öllum OECD-ríkjunum. Hann segir að í EES-samstarfi felist mörg tækifæri, en Ísland hafi hins vegar fallið í reglugerðar-gryfju.

„Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, iðnaðar- og ferðamálaráðherra, óskaði eftir því að Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) tæki starfsumhverfi byggingariðnaðar og ferðaþjónustu til skoðunar. Í ljós kom, í skýrslu sem birtist í liðinni viku, að byggingariðnaður býr við mestar hömlur af öllum OECD-ríkjunum og að óþarfa reglubyrði einkenni nokkuð regluverk ferðatengdrar þjónustu.

Slíkt er kostnaðarsamt. Skýrsluhöfundar telja að auka megi hagvöxt hérlendis um eitt prósent ef tillögur stofnunarinnar um bætt samkeppnisumhverfi í ferðaþjónustu og byggingariðnaði ná fram að ganga.

Það eru mikil tækifæri fólgin í EES-samstarfinu en því miður höfum við fallið í þá gryfju að innleiða fjölda reglna með meira íþyngjandi hætti en þörf er á. Úttekt forsætisráðuneytisins árið 2016 leiddi í ljós að það var gert í þriðjungi tilfella á einu kjörtímabili.“

Að lokum segir Helgi að vogunarhlutfall stóru bankanna á Íslandi sé það hæsta í Evrópu. Hann segir það vera þökk sé Fjármálaeftirliti Seðlabankans. Helgi segir að skuldafjallið verði erfitt viðureignar og því þurfi að skera fitu af rekstri hins opinbera.

„Ríkulegar kröfur til bankanna gera það sömuleiðis að verkum að vextir eru hærri en þörf er á og hagvöxtur minni. Bankasýsla ríkisins benti nýlega á að vogunarhlutfall stóru bankanna þriggja væri það hæsta í Evrópu og langt yfir meðaltali Evrópuríkja. Ekki er um að ræða ákvörðun íslenskra bankastjórnenda heldur Fjármálaeftirlits Seðlabankans.

Samkvæmt rannsóknum sem Seðlabanki Svíþjóðar yfirfór fyrir um þremur árum gæti munurinn sem þá var kostað á bilinu 1,6 til 2,4 prósentur í viðvarandi hærri fjármagnskjörum til viðskiptavina íslensku bankanna. Enn fremur gæti munurinn leitt til eins prósents minni hagvaxtar á Íslandi en ella.

Nú þegar samanlagður halli á rekstri ríkissjóðs á árunum 2020 og 2021 mun nema yfir 530 milljörðum króna þarf að tálga regluverkið með réttum hætti og skera fitu af rekstri hins opinbera. Skuldafjallið verður nógu erfitt viðureignar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu
Fréttir
Í gær

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“
Fréttir
Í gær

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð