fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Fórnarlamb heimilisofbeldis þarf ekki að mæta kvalara sínum í réttarsal

Heimir Hannesson
Föstudaginn 20. nóvember 2020 10:26

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Austurlands um að maður sem ákærður er fyrir gróf brot í nánu sambandi, alvarlegar hótanir, kynferðisbrot, húsbrot, brot gegn nálgunarbanni og að hafa endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð brotaþola, eiginkonu sinnar, víki úr réttarsal er eiginkonan ber vitni í málinu.

Réttargæslumaður konunnar mun hafa lagt upp með slíka kröfu strax í upphafi málsins og vísaði hann meðal annars til þess að konan óttaðist eiginmann sinn og hefði hún meðal annars að undanförnu dvalið erlendis af ótta við manninn.

Kemur fram í gögnum málsins að ákærði hafi í tvígang verið vísað af heimili sínu á síðustu mánuðum ársins 2019. Þá var hann úrskurðaður í nálgunarbann og bannað að nálgast og setja sig í samband við eiginkonu sína frá mars til september þessa árs, og svo aftur í 12 mánuði frá september. Sá úrskurður er því enn í gildi, þ.e. maðurinn er enn í nálgunarbanni.

Vísar dómurinn í vottorð læknis konunnar sem segir konuna glíma við kvíða, þunglyndi og áfallastreituröskun af völdum „afbrigðilegu sambandi“ við manninn. Álit læknisins er „að þau hjón eigi ekki að vera í réttarsal á sama tíma. Slíkt gæti haft mjög alvarleg áhrif á andlega líðan [brotaþola].“

Ofangreind rök nægðu héraðsdómara og úrskurðaði hann sem fyrr sagði að ákærði, eiginmaður konunnar, skyldi víkja úr réttarsal á meðan hún bæri vitni gegn honum. Staðfesti Landsréttur þann úrskurð á þriðjudaginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar