fbpx
Fimmtudagur 26.nóvember 2020
Fréttir

Hælisumsóknum fækkar lítið í Covid þrátt fyrir hrun í flugsamgöngum – Fækkar hraðar í nágrannalöndum

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 19. nóvember 2020 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umsóknum hælisleitenda um vernd hefur fækkað mikið samhliða samdrætti í flugsamgöngum vegna Covid-19 faraldursins. Samkvæmt tölum frá Útlendingastofnun bárust aðeins 10 umsóknir í apríl og maí, samanlagt. Á fyrstu tíu mánuðum ársins bárust stofnuninni 596 umsóknir. Á sama tíma í fyrra voru umsóknirnar 697 talsins.

Fækkunin nemur því 14%. Á sama tímabili dróst almenn umferð ferðamanna um Keflavíkurflugvöll saman um 73%.

Í Noregi hefur hælisumsækjendum fækkað um 35% á sama tímabili, fyrstu tíu mánuðum árs. Þar eru umsóknir það sem af er árs orðnar 1.244 talsins.

Langflestar hælisumsóknir á Norðurlöndum eru í Svíþjóð en þó hefur þeim fækkað um 40% á þessu sama tímabili. Það sem af er árs hafa 11.165 sótt þar um hæli.

Í Danmörku fækkaði á fyrstu þremur ársfjórðungum (janúar til og með september) hælisumsóknum um 71% samanborið við sama tímabil árið 2019. Fóru þær úr 1.550 í 440 á milli ára. Danir lokuðu landamærum sínum snemma í kórónuveirufaraldrinum sem virðist hafa haft mikil áhrif á fjölda hælisleitendur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjö greindust í gær

Sjö greindust í gær
Fréttir
Í gær

Tólf konur myrtar á Íslandi og konum refsað eftir að hafa verið neyddar til að flytja fíkniefni

Tólf konur myrtar á Íslandi og konum refsað eftir að hafa verið neyddar til að flytja fíkniefni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristófer er 70% öryrki eftir slys og VÍS neitaði að borga – Klessti á með dagsgamalt bílpróf

Kristófer er 70% öryrki eftir slys og VÍS neitaði að borga – Klessti á með dagsgamalt bílpróf
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sælufæði verkalýðsins í forgrunni í matreiðsluþættinum „Kjaft-fæði“

Sælufæði verkalýðsins í forgrunni í matreiðsluþættinum „Kjaft-fæði“