fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Fanginn enn í öndunarvél á gjörgæsludeild – Aðstandendur gagnrýna Fangelsismálastofnun

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 19. nóvember 2020 13:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fanginn sem liggur nú á gjörgæsludeild Landspítalans er þungt haldinn og áfram haldið sofandi. Fréttablaðið sagði frá því í morgun að hann hafi verið fluttur á spítala með sjúkrabíl og hefur eftir Guðmundi Inga Þóroddssyni, formanns Afstöðu félags fanga, að hann hafi verið í öndunarvél í á aðra viku. Þar segir jafnframt að aðstandendur mannsins telji manninn ekki hafa fengið þá læknishjálp sem hann þurfti á að halda og segja fangaverði hafa talið manninn í fráhvörfum og hvatt hann til þess að fara út að fá sér ferskt loft.

Samkvæmt heimildum DV hafði fanginn aðeins afplánað tvo daga af dóm sínum þegar hann var fluttur með sjúkrabíl á Landspítalann. „Það var aðeins eftir að ný vakt mætti sem kona af þeirri fangavarðavakt sá hvað væri í gangi og hringdi á lækni,“ sagði heimildarmaður DV sem vildi ekki láta nafn síns getið. Maðurinn var þá fluttur undir eins á spítala og er þar enn, sem fyrr segir, og hafði þá verið með 42°C-43°C hita.

Á spítalanum var maðurinn greindur með sýkingu sem hefur nú dreift sér um allan líkama, þar á meðal í hjarta og lungu mannsins.

Samkvæmt þessum sömu heimildum lét Fangelsismálastofnun fjölskylduna ekki vita að maðurinn hafi verið fluttir á spítala og væri þar á öndunarvél á gjörgæsludeild. Fjölskyldan frétti raunar ekki af því fyrr en nokkrum dögum síðar í gegnum hjúkrunarfræðing á spítalanum, að því er heimildarmenn DV herma.

Í frétt Fréttablaðsins er haft eftir Guðmundi Inga að rannsókn verði að fara fram á því hvað átti sér stað í fangelsinu. Segir Guðmundur að aðstandendur mannsins telji að ekki hafi verið brugðist við með réttum hætti. Heimildir DV herma að svo sé litið á að fangaverðir hafi ekki komið manninum til bjargar, sem sé brot á réttindum mannsins sem fanga sem og brot á almennum hegningarlögum. Enn fremur herma sömu heimildir að skoða þurfi hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir alvarleg veikindi mannsins með því að grípa inn í þau fyrr.

Páll Winkel fangelsismálastjóri sagði í samtali við blaðamann ekki getað tjáð sig um málefni einstakra fanga. Páll benti hins vegar á lög og reglur um fangelsi og afplánun fanga. Þar kemur meðal annars fram að fangar séu skoðaðir af lækni við upphaf afplánunar, og hafi eftir það aðgang að læknisþjónustu sé eftir henni óskað. Þá segir Páll að bæði innlendar og erlendar eftirlitsstofnanir hafi eftirlit með því að þessu sé sinnt. Aðspurður hvort rétt sé að ekki hafi verið haft samband við fjölskyldu mannsins í kjölfar innlagnar hans á sjúkrahús segist Páll aftur ekki getað tjáð sig um málefni einstakra mála fanga í fangelsum Fangelsismálastofnunar. Spurður um almenna verkferla hvað þessi mál varðar segir Páll: „Allir fangar sem hefja afplánun þurfa að gefa upp nafn eins náins aðstandanda og tengiliðaupplýsingar þess aðstandanda.“ Að hans sögn hafi hann ekki upplýsingar um að brotalöm hafi verið á því fyrirkomulagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Gæsluvarðhald framlengt yfir grunuðum kynferðisbrotamanni á Múlaborg

Gæsluvarðhald framlengt yfir grunuðum kynferðisbrotamanni á Múlaborg
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Tölurnar koma ekki vel út fyrir Ísland – „Gengur ekki svona“

Tölurnar koma ekki vel út fyrir Ísland – „Gengur ekki svona“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““
Fréttir
Í gær

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við
Fréttir
Í gær

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu