fbpx
Fimmtudagur 26.nóvember 2020
Fréttir

Mæðgur gleyptu tæpt hálft kíló af kókaíni

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 18. nóvember 2020 09:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær mæðgur í átta mánaða fangelsi fyrir tilraun til smygls á kókaíni. Konurnar voru handteknar á Keflavíkurflugvelli þann 2. ágúst er þær voru nýlentar frá Brussel í Belgíu. Eitthvað hefur vakið grunsemdir Tollgæslu, því konurnar voru teknar í skoðun á flugvellinum sem leiddi til þess að 408 grömm af kókaíni fundust í sex hylkjum sem þær földu innvortis.

Segir í dómnum að konurnar hafi játað undanbragðalaust að hafa flutt til landsins umrædd fíkniefni og að þau hafi verið ætluð til söludreifingar. DV sagði frá því í ágúst þegar konurnar hafi verið handteknar og úrskurðaðar í gæsluvarðhald og kemur það gæsluvarðhald til frádráttar átta mánaða fangelsisdómnum.

Við ákvörðun refsingar var litið til þess að konurnar væru ekki eigendur fíkniefnanna, heldur hafi þær tekið að sér að flytja það til landsins gegn þóknun. Eins var litið til þess að þær hafi játað greiðlega sakargiftir fyrir dómi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Kolbrún lætur virka í athugasemdum heyra það – „Aumt er þeirra hlutskipti“

Kolbrún lætur virka í athugasemdum heyra það – „Aumt er þeirra hlutskipti“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Vilja meiri fyrirsjáanleika í sóttvarnaaðgerðum

Vilja meiri fyrirsjáanleika í sóttvarnaaðgerðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harkalegur árekstur í miðbænum

Harkalegur árekstur í miðbænum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristófer er 70% öryrki eftir slys og VÍS neitaði að borga – Klessti á með dagsgamalt bílpróf

Kristófer er 70% öryrki eftir slys og VÍS neitaði að borga – Klessti á með dagsgamalt bílpróf