fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Enn lækkar Seðlabankinn vexti – Lægstu vextir á þessari öld

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 18. nóvember 2020 09:09

Seðlabanki Íslands. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Seðlabankinn tilkynnti nú í morgun að peningastefnunefnd bankans hafi ákveðið að lækka enn frekar vexti bankans, í þetta sinn um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, eða stýrivextir, fara því úr 1% í 0,75%. Þetta eru lægstu stýrivextir bankans á þessari öld.

Í tilkynningu frá bankanum segir að hertar sóttvarnir hafi valdið því að dregið hafi úr viðspyrnu í efnahagslífinu sem hófst í lok sumars og haust og að nú sé gert ráð fyrir 8,5% samdrætti í landsframleiðslu. Það er meiri samdráttur en bankinn hafði spáð í ágúst. Enn fremur spáir bankinn minni hagvexti á næsta ári en áður. „Óvissa um efnahagshorfur er mikil og mun þróun efnahagsmála að töluverðu leyti ráðast af framvindu farsóttarinnar,“ segir í tilkynningunni.

Mánaðarlöng bið er nú eftir þinglýsingum hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og er sú mikla bið rakin til fjölmargra kaupsamninga, en ekki hefur verið meira um að vera á fasteignamarkaði síðan árið 2013, og til þess að þúsundir nýta nú tækifærið og endurfjármagna fasteignir og bíla sína, enda vextir í sögulegri lægð.

Bæði Íslandsbanki og Landsbankinn hækkuðu vexti á liðnum vikum, og óvíst er hvort að stýrivextir Seðlabankans skili sér í vaxtalækkun viðskiptabankanna, en þeir ráðast af fleiri en bara stýrivöxtum Seðlabankans. Þó hefur Seðlabankinn hvatt banka landsins til þess að fylgja þeirra vaxtalækkunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“