fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

2 skilorðsbundnir mánuðir fyrir kynferðisbrot á Þjóðhátíð

Heimir Hannesson
Föstudaginn 13. nóvember 2020 16:43

Mynd frá Þjóðhátíð í Eyjum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag karlmann í tveggja mánaða fangelsi skilorðsbundið til tveggja ára fyrir kynferðislega áreitni á Þjóðhátíð 2018.

Mun maðurinn hafa nálgast brotaþola er hún sat á hringtorginu í Herjólfsdal á Þjóðhátíð 2018 og strokið kynfærum hennar utanklæða. Konan lýsti manninum sem „gráhærðum og illa lyktandi,“ og sagði hann hafa sest við hlið hennar, reynt að kyssa hana og stinga puttum hans upp í munn hennar. Hún kvaðst hafa frosið og ákærði þá þrýst sér ofan á hana og káfað á henni og hafi hún þá kallað á hjálp.

Ákærði sagðist fyrir dómi hafa verið mjög ölvaður, en hann hafi verið að drekka frá hádegi þennan dag, og muna illa eftir atvikum umrætt kvöld sökum ofurölvun sinnar. Hann neitaði sök og sagðist hafa bara setið við hennar hlið, en ekki beitt hana ofbeldi. Sagðist hann hafa orðið miður sín vegna ölvun sinnar þetta kvöld og í kjölfar Þjóðhátíðar þetta ár sótt áfengismeðferð og ekki neytt áfengis aftur, enda óafsakanlegt að vera svona ölvaður.

Vitni að áreiti mannsins, fólk sem var við gæslu á útihátíðinni, gátu staðfest frásögn konunnar af atburðum þessa kvölds. Sögðust þau hafa séð stúlku og eldri mann sitja hlið við hlið á hringtorginu og að hann hafi greinilega verið ölvaður. Sáu þau einnig þegar hann þreifaði á klofi stúlkunnar og að stúlkan hafi bersýnilega frosið. Sagði vitnið að augljóst hafi verið, m.a. vegna aldursmun fólksins, að þetta væru ekki eðlileg samskipti og hafi þau því brugðist við og kallað til lögreglu.

Annar starfsmaður gæslunnar sem bar vitni fyrir dómi sagðist hafa hitt manninn fyrr um kvöldið og „borið vissan ótta af honum.“ Staðfesti hún svo framburð konunnar og annarra vitna.

Framburður vitna og brotaþola nægðu Héraðsdómi Reykjaness til að sakfella manninn og var honum, sem fyrr sagði, gert að sæta tveggja mánaða fangelsisdóms, skilorðsbundnum til tveggja ára. Skal maðurinn jafnframt greiða allan sakarkostnað, málsvarnarlaun og þóknun réttargæslumanns konunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar