fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fréttir

Rætt við Konráð í nýrri heimildamynd um sykursýki á tímum COVID-19

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 11. nóvember 2020 08:27

Peter Jidhe og Konráð Konráðsson. Mynd:Viaplay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á laugardaginn, þann 14. nóvember, er alþjóðlegur dagur sykursýki. Af þessu tilefni mun streymisveitan Viaplay frumsýna heimildamyndina „Living Without Dying“, sem hefur fengið íslenska titilinn „Að lifa af – sykursýki í skugga covid“. Í myndinni ræðir sænski sjónvarpsmaðurinn Peter Jhide við sykursjúkt fólk á Norðurlöndunum. Meðal annars ræðir hann við Konráð Konráðsson, fertugan Íslending sem býr í Stokkhólmi, en hann þjáist af sykursýki 1.

Í myndinni segir Konráð frá því hvernig það er að lifa með sykursýki 1 á tímum COVID-19 en kastljósinu er beint að því. Myndin er gerð í samstarfi við Beat Diabetes-samtökin sem NENT Group, eigandi Viaplay, stofnaði fyrr á árinu.

Hér á landi hefur sykursjúkum fjölgað á síðustu árum eins og víðar í heiminum segir í kynningartexta með myndinni. Sykursjúkir eru sérstaklega viðkvæmir fyrir COVID-19 því þeir eru í meiri hættu á að fá alvarlega sjúkdóma ef þeir smitast.

,,Við höfum öll tekist á við stórar áskoranir undanfarið ár, en fyrir sykursjúka hefur þetta verið verra en fyrir marga aðra. Fyrir þennan sjúklingahóp hefur þetta snúist um, eins og svo oft áður – að lifa án þess að deyja,“ segir Peter Jhide.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ísland í hringiðu risastórrar lögregluaðgerðar – 57 handteknir

Ísland í hringiðu risastórrar lögregluaðgerðar – 57 handteknir
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þarf að endurgreiða meira en hálfa milljón vegna gróða eiginmannsins

Þarf að endurgreiða meira en hálfa milljón vegna gróða eiginmannsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stálu í matvöruverslun, réðust á starfsmann og létu sig hverfa

Stálu í matvöruverslun, réðust á starfsmann og létu sig hverfa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ólga vegna uppsagna í Þjóðminjasafninu – mikil reiði hjá hug-og félagsvísindafólki

Ólga vegna uppsagna í Þjóðminjasafninu – mikil reiði hjá hug-og félagsvísindafólki
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“

Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“