Mánudagur 08.mars 2021
Fréttir

Elísabetu Guðmundsdóttur lýtaskurðlækni sagt upp störfum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 30. október 2020 15:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elísabetu Guðmundsdóttur lýtaskurðlækni hefur verið sagt upp störfum á Landspítalanum. Var henni sagt upp störfum í gær. Hún réð sig til Landspítalans þann 1. apríl síðastliðinn og er uppsagnarfrestur hennar einn mánuður. Í uppsagnarbréfi kemur fram að síðasti vinnudagur hennar sé 30. nóvember næstkomandi. Uppsögnin er skilgreind sem uppsögn á reynslutíma. Undir uppsagnarbréfið skrifa Pétur Hannesson yfirlæknir og Páll Matthíasson framkvæmdastjóri Landspítalans.

Elísabet stóð að undirskriftasöfnun undir þá kröfu að framhaldsskólar verði opnaðir aftur. Hefur hún talað gegn hörðum sóttvarnaaðgerðum vegna COVID-19. Einnig var hún í viðtali á Útvarpi Sögu fyrir stuttu þar sem hún viðraði skoðanir sem munu hafa fallið í grýttan jarðveg hjá mörgum í læknasamfélaginu. Sagði hún að heilmargt væri hægt að gera til að verjast því að veikjast, til dæmis styrkja ónæmiskerfið með því að taka inn D-vítamín, sem virkaði bæði gegn covid og öðrum veirum.

Ekki hefur fengið staðfest að brottrekstur hennar tengist þeim málum. Engin ástæða var gefin fyrir uppsögninni. Í samtali við DV segir Elísabet að hún telji engu að síður að brottreksturinn tengist því sem hvernig hún hefur tjáð sig um sóttvarnaaðgerðir. Hún segir jafnframt að hún óttist að lækningin sé verri en sjúkdómurinn þegar kemur að þeim aðgerðum.

Elísabet starfaði á sérstakri brjóstamiðstöð sem er undirdeild röntgendeildar Landspítalans. Hún var beðin um að taka starfið að sér eftir 20 ára feril í Svíþjóð. Hún segir að uppsögnin komi sér mjög illa þar sem hún sé fyrirvinna heimilisins.

Elísabet Guðmundsdóttir. Aðsend mynd

„Ég hef ekki verið í neinni baráttu. Ég fór bara í viðtal þar sem ég talaði á jákvæðum nótum um hvernig fólk getur styrkt ónæmiskerfið sitt og áhyggjurnar sem ég hef af ungmennum og börnum í landinu, en 67% háskólanema eru komnir með klínísk einkenni kvíða og þunglyndis. Ég á sjálf dóttur sem er að byrja í menntaskóla. Svo hitti ég konur á hverjum degi í mínum störfum í brjóstamiðstöðinni sem eru með kvíða og hafa áhyggjur af börnunum sínum. Ég hef áhyggjur af því að lækningin sé orðin miklu verri en sjúkdómurinn. Margir kollegar eru sammála en enginn hefur þorað að tala um þetta,“ segir Elísabet.

„Mér finnst ég bera ábyrgð á heilsu allra og hjarta mitt slær með þeim sem við erum að reyna að bjarga sem hafa mörg hver verið í félagslegri einangrun í 8 mánuði og það er hræðilegt,“ segir Elísabet sem hefur miklar áhyggjur af andlegum áhrifum aukinnar einangrunar í samfélaginu vegna sóttvarnaaðgerða.

Elísabet segist hafa óskað eftir skýringum á uppsögninni en þær hafi ekki fengist. Hún var að koma á fundi með yfirmönnum sínum og fékk engin svör, að sögn. Yfirlæknirinn Pétur Hannesson afhenti henni uppsagnarbréfið í gær.

Elísabet segir að sárlega hafi vantað lækni í þá stöðu sem hún var ráðin í. Núna sé hún atvinnulaus og hafi þungar áhyggjur af framtíðinni.

DV hafði samband við Pétur Hannesson yfirlækni sem sagðist ekki geta gefið ástæður fyrir uppsögninni, hann geti ekki rætt starfsmannamál í fjölmiðlum.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hryllingsárásin á Kanaríeyjum – Utanríkisráðuneytið hefur boðið fram aðstoð sína

Hryllingsárásin á Kanaríeyjum – Utanríkisráðuneytið hefur boðið fram aðstoð sína
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ekki hlustað á konur með endómetríósu – Sláandi frásagnir íslenskra kvenna

Ekki hlustað á konur með endómetríósu – Sláandi frásagnir íslenskra kvenna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar Kára og Margrét Tryggva takast á um „slaufunarmenningu“ – „Myndi hlusta á dætur þínar og eyða þessu“

Einar Kára og Margrét Tryggva takast á um „slaufunarmenningu“ – „Myndi hlusta á dætur þínar og eyða þessu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhannes Stefánsson uppljóstrari lýsir morðtilraun og segist þurfa á peningum að halda – Eitrunarmiðstöð LSH kannast ekki við óþekktar eitranir

Jóhannes Stefánsson uppljóstrari lýsir morðtilraun og segist þurfa á peningum að halda – Eitrunarmiðstöð LSH kannast ekki við óþekktar eitranir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar minnist Eyþórs – „Merkasta hvunndagshetja sem Ísland hefur alið“

Einar minnist Eyþórs – „Merkasta hvunndagshetja sem Ísland hefur alið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

130 milljónir endurgreiddar á fyrstu tveimur mánuðum ársins

130 milljónir endurgreiddar á fyrstu tveimur mánuðum ársins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mjólkursamsalan leyndi mikilvægu gagni af ásetningi og fær stóra sekt í bakið

Mjólkursamsalan leyndi mikilvægu gagni af ásetningi og fær stóra sekt í bakið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Verkstjóri fær ekki bætur eftir að mótor féll á höfuð hans – Lögregla og sjúkralið komu á vettvang

Verkstjóri fær ekki bætur eftir að mótor féll á höfuð hans – Lögregla og sjúkralið komu á vettvang