fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Fréttir

Kókaður og drukkinn ökumaður reyndi að klína sökinni á annan

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 28. október 2020 18:45

Héraðsdómur Reykjaness.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag mann fyrir ölvunarakstur, akstur undir áhrifum fíkniefna, akstur án ökuréttinda og rangar sakargiftir. Hlaut maðurinn fyrir brot sín tveggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Þá var hann sviptur ökuréttindum í fimm ár og skal greiða kostnað sem af málinu hlaust, 88.812 krónur.

Maðurinn var stöðvaður þann 7. janúar þessa árs af lögreglu er hann ók bifreið um Reykjavíkurveg í Hafnarfirði, við gatnamótin að Flatahrauni. Mun lögregla hafa orðið þess áskynja að maðurinn væri ekki fær um að stjórna bifreið og reyndist maðurinn ölvaður og undir áhrifum kókaíns. Mældist vínandamagnið í blóði hans 1,25 prómill. Kom þá í ljós að hann hafði áður gerst sekur um akstur undir áhrifum áfengis og var þá sviptur ökuréttindum sem hann hafði ekki öðlast að nýju er hann var stöðvaður.

Er lögregla hafði afskipti af manninum mun hann enn fremur hafa sagt ranglega frá nafni og kennitölu og þannig leitast við að koma sök á annan mann. Maðurinn er því sakfelldur fyrir ölvunarakstur, akstur án ökuréttinda, fíkniefnaakstur og rangar sakargiftar.

Maðurinn játaði sök sína skýlaust og krafðist þess að hann yrði látinn sæta vægustu refsinga sem lög leyfðu og að hún yrði skilorðsbundin. Maðurinn hafði áður gerst sekur um ölvunarakstur og var það metið manninum til refsiauka. Niðurstaðan var sú er fyrr sagði, tveggja mánaða fangelsi skilorðsbundið til tveggja ára.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Elsti Íslendingurinn látinn – Þórhildi vantaði 16 daga í 108 ára afmælið

Elsti Íslendingurinn látinn – Þórhildi vantaði 16 daga í 108 ára afmælið
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

PCMag velur bestu tölvuskjáina 2025

PCMag velur bestu tölvuskjáina 2025
Fréttir
Í gær

Segir IKEA haft fyrir rangri sök í hálfa öld – „Þarf vissulega að rannsaka betur“

Segir IKEA haft fyrir rangri sök í hálfa öld – „Þarf vissulega að rannsaka betur“
Fréttir
Í gær

Davíð segir illa farið með gamla fólkið og nefnir dæmi: „Dó sem útlendingur uppi á Skaga tveimur vikum síðar“

Davíð segir illa farið með gamla fólkið og nefnir dæmi: „Dó sem útlendingur uppi á Skaga tveimur vikum síðar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þekktir heimildarmyndargerðarmenn gera þætti um frægasta Íslending allra tíma

Þekktir heimildarmyndargerðarmenn gera þætti um frægasta Íslending allra tíma
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Íslendingur hefur áhyggjur af foreldrum sem eru að sökkva í gervigreindarfen – „Tengdamamma er svo enn verri“

Ungur Íslendingur hefur áhyggjur af foreldrum sem eru að sökkva í gervigreindarfen – „Tengdamamma er svo enn verri“