fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Ákært vegna líkamsárásar á goslokahátíð

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 27. október 2020 19:53

mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært mann fyrir „sérstaklega hættulega“ líkamsárás eins og það er orðað í ákærunni. Mun maðurinn hafa slegið annan mann ítrekað með flösku í höfuðið.

Árásin átti sér stað aðfaranótt sunnudagsins 8. júlí á Skipasandi. Mun þar hafa farið fram gleðskapur vegna Goslokahátíðar Eyjamanna sem fram fer fyrstu helgina í júlí ár hvert.

Héraðssaksóknari ákærir fyrir brot á 218. grein almennra hegningarlaga og varðar brot á þeirri grein þriggja ára fangelsi, eða allt að sextán ára fangelsi ef notuð eru vopn eða hættuleg tæki í árásinni eða hún ef hún er sérstaklega hættuleg.

Fórnarlamb árásarinnar hlaut af henni kúlu og fleiðursár yfir miðju höfði, sár á gagnauga hægra megin og eymsli í hálshrygg. Gerir hann þá kröfu að ákærði verði dæmdur til að greiða sér rúma milljón í bætur vegna árásarinnar.

Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og að honum verði gert að greiða kostnað málsins.

Verður málið þingfest 12. nóvember næstkomandi í dómstól Héraðsdóms Suðurlands í Vestmannaeyjum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar