fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

Útlendingastofnun frábiður sér ásakanir hælisleitenda um slæma meðferð

Heimir Hannesson
Mánudaginn 26. október 2020 16:36

mynd/Gunnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í dag sagði DV frá ásökunum hælisleitenda á Ásbrú um slæma meðferð af hendi Útlendingastofnunar. Var þar vitnað til samfélagsmiðlafærslu Refugees in Iceland um málið. Voru þar bornar á borð ásakanir um skort á einnota grímum, sagt að hælisleitendur þar fengu ekki að fara út fyrir dyr herbergja sinna og að matur væri af skornum skammti. Sagði þar jafnframt að einum hefði verið neitað um mat í þrjá daga.

Á Ásbrú í Keflavík rekur Útlendingastofnun heimilisúrræði fyrir hælisleitendur hér á landi.

Í samtali við mbl.is segir Þórhildur Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar, að þetta sé ekki alls kostar rétt. Þar segir hún að vegna tveggja metra reglunnar og grímuskyldu á þeim stöðum þar sem ekki er hægt að tryggja hana hafi sameiginlegum eldhúsum verið lokað og matur sé nú færður íbúum Ásbrúar á bökkum. Þegar komið er með þennan mat á bökkum eru íbúar beðnir um að vera með grímur á sér. Þess á milli er ekki grímuskylda innan svæðisins og íbúar eru enn frjálsir ferða sinna.

Hefur mbl.is eftir Þórhildi: „Vegna aðbúnaðar í tveim­ur úrræðum stofn­un­ar­inn­ar á Ásbrú, þar sem ekki er hægt að fram­fylgja tveggja metra regl­unni í sam­eig­in­leg­um eld­hús­um, var ákveðið að kaupa tíma­bundið mat­ar­bakka fyr­ir þá sem þar dvelja. Til sam­bæri­legra ráðstaf­ana var gripið á meðan tveggja metra regl­an var í gildi í vor til að draga úr smit­hættu í úrræðunum.“

Varðandi hinn meinta skort á andlitsgrímum segir Útlendingastofnun jafnframt að íbúarnir geti nálgast grímur hjá öryggisvörðum sem á svæðinu eru eða starfsmönnum Útlendingastofnunar eftir þörfum og að þeim sé jafnframt séð fyrir handspritti og handsápu.

Þá segir: „Eng­um er neitað um mat­ar­bakka, hvorki fyr­ir að bera ekki grímu við út­hlut­un né fyr­ir að sækja mat­inn eft­ir aug­lýst­an tíma, og öll­um er frjálst að fara út úr húsi að vild.“ Í svari sínu segir Þórhildur jafnframt að sóttvarnaráðstafanir hafi mælst misvel fyrir enda takmarki þær daglegt líf fólks talsvert, eins og við er að búast. Þó gæti þessi mikla úlfúð í þessu tilfelli verið vegna misskilnings um sóttvarnatakmarkanir og mun Útlendingastofnun leitast við að leiðrétta þann misskilning, sé hann til staðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Búið að landa tæplega 15 þúsund tonnum í Grindavík í ár

Búið að landa tæplega 15 þúsund tonnum í Grindavík í ár
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Vestfirskt roð bjargaði skallaerni í Bandaríkjunum – „Ég hugsaði um að svæfa hana“

Vestfirskt roð bjargaði skallaerni í Bandaríkjunum – „Ég hugsaði um að svæfa hana“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu