fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Fréttir

Lögregla sendir frá sér tilkynningu vegna merkjamálsins – „Merki sem eru óviðeigandi með öllu“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 21. október 2020 18:16

Mynd tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu vegna máls lögreglukonu sem hefur borið merki er virðast vísa í rasisma á lögreglubúningi sínum. Um er að ræða Vínlandsfánann sem er talinn vera þekkt haturstákn.

Sjá einnig: Merki á búningi íslenskrar lögreglukonu vekur athygli

Í tilkynningu lögreglu segir að hún harmi að hafa valdið fólki særindum með þessu háttalagi og að málið verið tilkynnt til eftirlitsnefndar um störf lögreglu:

„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill taka skýrt fram að hún styður ekki með neinum hætti hatursorðræðu eða merki sem ýta undir slíkt. Þetta er nefnt hér vegna umfjöllunar fjölmiðla og myndbirtingar af lögreglumanni fyrr í dag, en á búningi hans mátti sjá merki sem eru óviðeigandi með öllu. Embættið harmar jafnframt mjög að hafa valdið fólki særindum vegna þessa og biður alla hlutaðeigendur innilegrar afsökunar. Skilaboðin sem mátti lesa úr merkjunum eru í engu samræmi við fræðslu, stefnu og markmið lögreglunnar. Lögreglumönnum hjá embættinu hafa enn fremur verið send skýr fyrirmæli um að fjarlægja öll merki af lögreglubúningum sínum, sem ekki eru í samræmi við reglugerð, kunni þau að vera til staðar.

Málið verður tilkynnt til eftirlitsnefndar um störf lögreglu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagný send í leyfi frá störfum sem skólastjóri – Ráðin fyrir aðeins ári á umdeildan hátt

Dagný send í leyfi frá störfum sem skólastjóri – Ráðin fyrir aðeins ári á umdeildan hátt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“