fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Fréttir

Grunaður þjófur braut sóttvarnarlög – Nokkrir þjófar handteknir

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 21. október 2020 05:54

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um klukkan hálf ellefu í gærkvöldi var tilkynnt um þjófnað úr verslun í Álfheimum. Meintur þjófur komst undan á reiðhjóli en var handtekinn skömmu síðar. Hann gaf ítrekað upp ranga kennitölu. Auk þess er hann grunaður um brot á sóttvarnarlögum en hann átti að vera í sóttkví. Hann var vistaður í fangaklefa.

Á sjötta tímanum í gær höfðu lögreglumenn í Kópavogi afskipti af pari í annarlegu ástandi. Konan er grunuð um að hafa ekki hlýtt fyrirmælum um að fara í sóttkví. Hún var færð til sýnatöku og síðan að dvalarstað hennar.

Á fimmta tímanum í nótt voru fjórir menn handteknir, grunaðir um innbrot í fyrirtæki í Ármúla. Þeir voru vistaðir í fangageymslu.

Á sjöunda tímanum í gær var maður staðinn að þjófnaði úr verslun í Hlíðarhverfi. Hann hlaut minniháttar áverka í átökum við starfsmann verslunarinnar. Ástands mannsins var ekki gott vegna áfengis- og fíkniefnaneyslu.

Á tíunda tímanum voru afskipti höfð af konu sem er grunuð um þjófnað úr verslun á Grandanum.

Einn ökumaður var handtekinn í nótt, grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna.

Síðdegis í gær var tilkynnt um innbrot í Grafarholti. Þar var farið inn í fokhelt hús og verðmætum stolið. Í Mosfellsbæ var tilkynnt um innbrot í geymslu. Þaðan var stolið sjónvarpi, fartölvu og fleiru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“
Fréttir
Í gær

Landsréttur þyngdi dóm yfir Mohamed sem flutti mikið magn af kókaíni til landsins á frumlegan hátt

Landsréttur þyngdi dóm yfir Mohamed sem flutti mikið magn af kókaíni til landsins á frumlegan hátt
Fréttir
Í gær

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár
Fréttir
Í gær

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúnar í Glerborg fékk risasekt

Rúnar í Glerborg fékk risasekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“