fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Sigur Rós á barmi gjaldþrots – „Galli á íslenskri löggjöf sem er landi okkar til skammar“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 19. október 2020 15:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hljómsveitin Sigur Rós hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem skorað er á íslensk stjórnvöld að taka skattalöggjöf til endurskoðunar og segja að meint skattalagabrot hljómsveitarmeðlima sem nú eru í meðför dómstóla á Íslandi hafi gert það að verkum að meðlimir hljómsveitarinnar eru nú á barmi gjaldþrots.

Í tilkynningu er rakið að málið megi rekja til þess að endurskoðandi hljómsveitarinnar sem hafi starfað fyrir eina af stærstu endurskoðendastofu heimsins hafi gert það að verkum að meðlimir skulduðu hundruð milljóna í skatta á Íslandi fyrir árin 2011-2014 og meðlimir hafi vegna þessa verið ákærðir fyrir stórfelld skattaundanskot.

Meðlimir hafi sýnt fullan samstarfsvilja með yfirvöldum og fallist á úrskurð þeirra um greiðslu á vangreiddum skatti auk álags. Hins vegar hafi verið hafin rannsókn á hverjum meðlim út af fyrir sig, eignir þeirra metnar og frystar. Síðan hafi þeir verið sóttir til saka af héraðssaksóknara þar sem farið er fram á hegningu vegna meintra brota en meðlimir hljómsveitarinnar telja að með þessu sé verið að refsa þeim tvisvar fyrir sama brotið.

Í tilkynningu er bent á að sambærileg mál hafi ratað fyrir Mannréttindadómstól Evrópu þar sem dæmt hafi verið kvartendum í vil. Hins vegar hafi íslenskir dómstólar virt þessar niðurstöður að vettungi.

Sigur Rós hafi því ákveðið að stíga fram og varpa ljósi á það sem þeir telja ósanngjarna saksókn íslenskra stjórnmála sem hafi sett fjármál þeirra á hliðina yfir nokkra ára skeið.

„Síðan við fréttum af því fjármálaráðgjafi okkar hafi blekkt okkur um skattskyldu okkar á árunum 2011-2014 höfum við treyst á málsmeðferð fyrir dómstólum sem við trúðum ekki öðru en myndi hreinsa okkur af öllum ásökunum,“ segir Sigur Rós í tilkynningu. Vekja þeir athygli á því að þeir hafi frá upphafi sýnt yfirvöldum fullan samstarfsvilja og ekkert dregið undan. Einnig hafi þeir náð samkomulagi við yfirvöld um að gera upp skattskuld auk álagningar og vaxta en hafi engu að síður verið sóttir fyrir saka, hver meðlimur fyrir sig.

„Við höfum verið sóttir til saka og dregnir fyrir dóm tvisvar fyrir sömu brotin, eignir okkar frystar svo árum skiptir og nú erum við að horfa fram á gjaldþrot og því  skorum við á ríkisstjórnina að breyta skattalögum svo þau heimili ekki að tvisvar sé sótt til sakar fyrir sama brotið en þessi löggjöf hefur haft áhrif á fjölda íslenskra fyrirtækja. Stjórnvöld hafa nú látið af því að saksækja slík brot vegna þeirra athugasemda sem hafa verið gerðar en eru þó af fullum þrótti að halda áfram með þau 100 mál sem þegar eru í gangi, en það er þverstæðukennt og óskilanlegt. Við viljum vekja athygli á þennan galla í kerfinu. Við vitum að löggjöfin er gölluð og dómstólar eru bundnir af lögunum. Á þessu þarf að taka. Við erum lánsamir að hafa vettvang til að vekja athygli á málinu og gerum slíkt ekki bara fyrir okkur sjálfa heldur fyrir þann fjölda sem hefur flækst inn í þennan skammarlega galla á íslenskri löggjöf sem er landi okkar til skammar. [blm þýddi yfir á íslensku]“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Lögreglan varar við kræfum vasaþjófum – Fylgjast með fólki sem notar hraðbanka

Lögreglan varar við kræfum vasaþjófum – Fylgjast með fólki sem notar hraðbanka
Fréttir
Í gær

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Í gær

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Það er brýnt að við hættum að tala um kynlífsverkafólk og byrjum að tala við það“

„Það er brýnt að við hættum að tala um kynlífsverkafólk og byrjum að tala við það“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Kirkjuáhugamaður“ rekinn úr landi – Þögull sem gröfin

„Kirkjuáhugamaður“ rekinn úr landi – Þögull sem gröfin